Fréttir

FEIF Youth Camp 2017

28.11.2016
Fréttir
FEIF Youth Camp verður haldið í 17. skiptið í Sint-Truiden í Belgíu 11.- 18. júlí 2017.

Sæti fyrir ungt fólk í æskulýðsnefnd FEIF

25.11.2016
Frá og með febrúar 2017, mun æskulýðsnefnd FEIF bæta við einu sæti í nefndina. Þetta sæti er hugsað fyrir ungt fólk á aldrinum 20-28 ára og mun þessi aðili sem kosinn verður, hafa öll sömu réttindi og aðrir nefndarmeðlimir.

Hestadagar 2017

25.11.2016
Hestadagar verða haldnir dagana 30. apríl og 1. maí en 1. maí er einmitt alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Skrautreið verður að venju farin í miðbæ Reykjavíkur sunnudaginn 30. apríl.

Íslandsmót yngri flokka

25.11.2016
Íslandsmót yngri flokka verður haldið 13. - 16. júlí 2017 á Hólum í Hjaltadal. Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið.

Styrktarsjóður Íslandsbanka og ÍSÍ

22.11.2016
Við viljum vekja athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Sjóðurinn mun styrkja ungt íþróttafólk á aldrinum 15-20 ára á braut sinni í átt að hámarksárangri.

EQUITANA 18.-26.mars, Essen Þýskalandi

21.11.2016
Fréttir
EQUITANA sýningin er ein stærsta hestasýning í heimi og sú sýning sem hefur vakið hve mesta athygli á íslenska hestinum í gegnum árin.

Íslandsmót fullorðinna

17.11.2016
Íslandsmót fullorðinna verður haldið dagana 6.-9. júlí 2017 á Gaddstaðaflötum við Hellu.

Úrtaka fyrir HM

17.11.2016
Úrtaka fyrir HM2017 í Hollandi fer fram samhliða íþróttamóti Spretts dagan a 8. - 11. júní 2017.

Þeir allra sterkustu

17.11.2016
Hið árlega geysisterka töltmót "Þeir allra sterkustu" verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti 15. apríl 2017.