Fréttir

Úrslit Allra sterkustu

08.05.2023
Fréttir
Allra sterkustu fór fram í TM höllinni í Víðidal á laugardaginn. Mótið heppnaðist einkar vel en megin tilgangur þess er að safna styrkjum fyrir Landsliði í hestaíþróttum. Þar öttu kappi okkar sterkustu knapar ásamt því að sem U21 landsliðið var með glæsilega sýningu. Mikil stemning var í höllinni og frábært hversu margir lögðu leið sína á sýninguna.

Ráslisti fyrir Allra sterkustu

06.05.2023
Fréttir
Nú er sýningin alveg að bresta á! Þeir sem kaupa miða og mat í forsölu fá frátekin sæti á besta stað í stúkunni. Það er því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst! Húsið opnar kl 18:00 með mat og happy hour. Sýningin hefst svo klukkan 20:00

Glæsilegir vinningar í happdrættinu

05.05.2023
Fréttir
Happdrætti Allra sterkustu er með allra glæsilegasta móti og til mikils að vinna. Sala happdrættismiða er í fullum gangi hér á heimasíðunni en auk þess verður hægt að tryggja sér miða á meðan á sýningunni stendur. Dregið verður úr seldum miðum og niðurstöðurnar birtar á sama tíma og dregið verður í stóðhestaveltunni. Miðar sem eru keyptir í vefverslun verða sendir til kaupenda.

Fulltrúar Íslands sem fara á FEIF Youth Camp 2023

05.05.2023
Fréttir
Nú er orðið ljóst hvaða tveir unglingar verða fulltrúar Íslands á FEIF Youth Camp í Finnlandi í ár. Fyrst viljum við þakka öllum sem sendu inn umsóknir en alls bárust æskulýðsnefnd 21 umsókn!

Tryggið ykkur miða í stóðhestaveltu landsliðsins.

04.05.2023
Fréttir
Miðasala í stóðhestaveltu landsliðsins hefst kl. 10.00, föstudaginn 5. maí í vefverslun LH. Ríflega 100 hátt dæmdir stóðhestar eru í pottinum og eru jafn margir miðar til sölu og tollarnir eru margir.

Ekki missa af Allra sterkustu

04.05.2023
Fréttir
Nú er stórsýningin Allra sterkustu rétt handan við hornið og miðasala í fullum gangi hér á vefnum. Ekki missa af þessu tækifæri til að berja okkar sterkustu knapa augum og styðja þannig við landsliðið.

Silfurhafar keppast um gullið

04.05.2023
Fréttir
Þrír hestanna eiga það sameiginlegt að hafa unnið til silfurverðlauna í T2 með knöpum sínum í fyrra. Njörður frá Feti var silfurhafi á Landsmóti, Eldur frá Mið-Fossum var silfurhafi á Íslandsmótinu og Magni frá Ríp var silfurhafi á Suðurlandsmótinu.

Gert verði ráð fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðarhöll

04.05.2023
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur sent frá sér bréf þar sem óskað er eftir því að ráð verði gert fyrir hestaíþróttum við byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal.

Breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar slegið á frest

04.05.2023
Fréttir
Dómarafélögin HÍDÍ og GDLH hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar sem taka áttu gildi í sumar og telja að heimildir skorti fyrir slíkum breytingum og að ekki hafi verið haft nægjanlegt samráð um breytinguna.