Fréttir: 2008

NM2008 Gabi Holgeman í A úrslit í fjórgangi fullorðinna

20.08.2008
Fréttir
Gabi Holgeman á Takti frå Örvik keppir í A úrslitum í fjórgangi fullorðinna á NM2008 í Seljord. Keppni í B úrslitunum var jöfn og spennandi og litlu munaði að Laura Midtgård á Herkules fra Pegasus velti Gabi úr sessi í fyrsta sætinu.

NM2008 Edda Hrund í A úrslit í fjórgangi ungmenna

20.08.2008
Fréttir
Edda Hrund Hinriksdóttir var efst inn í B úrslit í fjórgangi ungmenna og hélt því sæti í úrslitunum. Mjótt var á munum milli þriggja efstu keppendanna.

NM2008 Eyjó kláraði sig af B úrslitum í fimmgangi

20.08.2008
Fréttir
Íslenskir keppendur voru seigir í B úrslitum í morgun. Eyjólfur Þorsteinsson kláraði sig af fimmganginum með nokkrum yfirburðum. Þó voru skeiðsprettirnir ekki auðveldir fremur en í forkeppninni.

NM2008 Loksins niðurstaða í 250 m skeiði

20.08.2008
Fréttir
Rafrænn tímatökubúnaður á NM2008 hefur ekki virkað sem skyldi. Það er ekki nýtt á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Endurteknar bilanir í búnaðinum hafa sett strik í reikninginn. Ýmist er stuðst við rafræna klukku eða uppreiknaða handklukku.

Guðmundur Einarsson Norðurlandameistari í 250 m skeiði

20.08.2008
Fréttir
Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg er Norðurlandameistari í 250 m skeiði á NM2008. Sproti hljóp á 22,05 sekúndum í þriðja spretti, átti 22,15 frá því í gær.

NM2008 Fjórgangur ungmenna, forkeppni

20.08.2008
Fréttir
Tina Kalmo Pedersen á Hrefnu frá Ebru er efst í fjórgangi ungmenna á NM2008 eftir forkeppni. Hún keppir fyrir Noreg. Tina var síðasti keppandi inn á völlinn. Það var þó ekki það sem réði úrslitum. Hrefna er afar góð á grunngangtegundunum og Tina er góður reiðmaður, þótt hún sé ung að árum.

NM2008 Íslendingar ekki á blaði í fimmgangi fullorðinna

08.08.2008
Fréttir
Íslendingar hafa ekki roð af frændum sínum í fimmgangi á NM2008 í Seljord. Keppendur í A úrslitum eru skör hærri en kollegar þeirra á nýafstöðnu Íslandsmóti, bæði hvað varðar hestakost og reiðmennsku.

NM2008 Fimmgangur unglinga og ungmenna, forkeppni

08.08.2008
Fréttir
Þrír íslenskir keppendur eru í A úrslitum í fimmgangi unglinga og ungmenna á NM2008. Teitur Árnason á Hraunari frá Kirkjuferjuhjáleigu er efstur með 6,27. Teitur er einn af efnilegri ungu knöpunum.

NM2008 Galsasynir fljótastir vekringa

08.08.2008
Fréttir
Guðmundur Einarsson náði bestum tíma í 250 m skeiði í fyrri umferð á NM2008. Sproti hljóp báða sprettina undir 23 sekúndum af miklu öryggi. Annan bestan tímann fékk Malu Logan á Skyggni frá Stóru- Ökrum. Hann hljóp einsamall í fyrsta spretti og fór þá á 23,36 sekúndum. Hann lá ekki seinni sprettinn. Malu keppir fyrir Danmörku.