Fréttir: 2009

Eyjó efstur í Meistaradeild VÍS

20.02.2009
Fréttir
Eyjólfur Þorsteinsson er ennþá efstur í einstaklingskeppni Meistaradeildar VÍS þegar tveimur mótum er lokið. Hann var efstur í fyrsta mótinu, Smala, og í sjötta sæti í fjórgangi í gærkvöldi. Hann er með 17 stig alls.

Siggi hélt Suðra á toppnum

20.02.2009
Fréttir
Sigurður Sigurðarson á Suðra frá Holtsmúla varð efstur í fjórgangi á öðru móti Meistaradeildar VÍS í gærkvöldi. Sigurður sigraði einnig í þessari grein í fyrra, þá á Yl frá Akranesi.

Alþjóðlegir íþróttadómarar ath!!

19.02.2009
Fréttir
LH er að kanna áhuga þeirra sem eiga möguleika á að dæma heimsmeistaramótið fyrir hönd Íslands í sumar. Mótið er haldið í Sviss dagana 3. – 9.ágúst 2009

Meistaradeild VÍS - fjórgangur í kvöld

19.02.2009
Fréttir
Frá Meistaradeild VÍS: Mikil spenna er fyrir öðru móti Meistaradeildar VÍS sem fer fram í kvöld en þar verður keppt í fjórgangi. Margar þekktar stjörnur munu þar berjast og nýjar koma fram.

Ráðleggur Tryggva að mæta ekki

18.02.2009
Fréttir
Baldvin Ari Guðlaugsson handhafi Ormsbikarsins eftirsótta, sem er veittur fyrir sigur í tölti á Ístölt Austurland, er ekki af baki dottinn. Hann er bjartsýnn fyrir keppnina á laugardaginn og segist taka stefnuna á að vinna allar greinarnar þrjár, A-flokk, B-flokk og tölt.

Frá hestamannafélaginu Fáki

18.02.2009
Fréttir
*Í kvöld verður Guðmundur Arnarsson reiðkennari í Reiðhöllinni og leiðbeinir Fáksfélögum. Eins og venjulega er reiðkennslan á milli klukkan átta og tíu um kvöldið. Frí þjónusta - um að gera að nýta sér því alllar leiðbeiningar sem gera okkur að betri hestamönnum eru vel þegnar.

Frá æskulýðsnefnd LH - breyttur fundartími á Hellu

18.02.2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars.

Vígsla Rangárhallarinnar!

18.02.2009
Fréttir
Rangárhöllin á Gaddstaðaflötum verður formlega vígð næstkomandi laugardag, 21. febrúar 2009 kl. 13:00. Boðið verður upp á atriði ungmenna, frægir hestar koma fram og á eftir verða kaffiveitingar.

Málþing um Sveinshross á Sauðárkróki

17.02.2009
Fréttir
Ráðstefna um Sauðárkrókshrossin verður haldin á vegum Söguseturs íslenska hestsins, laugardaginn 21. mars 2009. Ráðstefnan fer fram í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl. 13.00. Ráðstefnustjóri verður Víkingur Gunnarsson. Þetta kemur fram á vef Söguseturs íslenska hestsins.