Fréttir: Júlí 2024

FEIF Youth Cup hefst í dag

17.07.2024
Nú fer fram FEIF Youth Cup í Sviss. Sex þátttakendur eru frá Íslandi, þau flugu út til Sviss á fimmtudaginn síðasta og hafa nýtt tímann vel til að kynnast aðstæðum þar úti. Í dag hefst svo keppnin og er hægt að fylgjast með henni í IceTest smáforritinu. Ferðin hefur fram að þessu verkið mikið ævintýri fyrir þátttakendur, veðrið hefur verið til smá trafala sökum mikilla rigninga og þrumuveðurs. En hér má lesa brot úr pistil frá Dagbjörtu Huldu Guðbjörnsdóttur en hún og Rakel Katrín Sigurhansdóttir fylgja hópnum í ferðinni.

Íslandsmót barna og unglinga í sjónvarpi símans

17.07.2024
Íslandmóti barna og unglinga verður sjónvarpað í sjónvarpi símans. Eiðfaxi tv mun sjá um upptökur.

Síðasti skráningardagur fyrir Íslandsmót barna- og unglinga

11.07.2024
Íslandsmót barna- og unglinga 2024 verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 17.-21. júlí. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Barnaflokkur: Gæðingalist 1. stig, Tölt T3, Tölt T4 og Fjórgangi V2. Unglingaflokkur: Gæðingalist 2. stig, Tölt T1, Tölt T4, Fjórgangur V1, Fimmangur F2, Gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2. Jafnframt verður nú boðið uppá gæðingakeppni og gæðingatölt í báðum aldursflokkum. Opið verður fyrir skráningu á mótið inná www.sportfengur.com, fram til miðnættis 11. júlí.

Opið fyrir skráningu á Íslandsmót

10.07.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið í Víðdal í sumar, það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 19. júlí en þá lýkur skráningu á mótið. Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þá

Takk styrktaraðilar

10.07.2024
Kæru hestamenn, nú er Landsmóti 2024 lokið. Mótið heppnaðist í alla staði alveg ótrúlega vel og meira að segja veðrið var mestan part eins og best verður á kosið. Sjaldan hefur verið viðlíka hestakostur á mótinu eins og núna. Þvílíkir gæðingar í öllum flokkum allt frá barnaflokki upp í A flokk gæðinga. Þá voru kynbótasýningarnar einnig alveg glæsilegar og fullt af frábærum hrossum þar sem munu halda áfram að bæta og efla okkar frábæra hestakyn.

Punktamót Geysis 16. júlí

09.07.2024
Þriðjudaginn 16.júlí verður haldið punktamót á Rangárbökkum við Hellu. Er þetta hugsað sem tækifæri fyrir knapa að ná einkunn fyrir Íslandsmót. Boðið verður upp á meistaraflokk og ungmennaflokk í eftirfarandi keppnisgreinum:

Álfamær frá Prestbæ fyrsta hryssan til að vinna A flokk á Landsmóti

07.07.2024
Vá vá vá! Þá er stórglæsilegu Landsmóti í Víðidal lokið! Landsmót 2024 hefur verið veisla frá degi eitt, frábærir hestar, frábærar aðstæður og stútfull brekka af fólki allt mótið. Dagurinn í dag hófst á úrslitum í Tölti T2 þar sem Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði áttu glæsilega sýningu og sigruðu örugglega með 8,96 í einkunn. Fjórgangurinn var þá næstur og þar vor það Gústaf Ásgeir Hinriksson og Assa frá Miðhúsum sem sigruðu með 8,30. Þá var komið að fimmganginum og þar voru það þau Jón Ársæll Bergmann og Harpa frá Höskuldsstöðum sem voru efst eftir forkeppnina og sú forysta var aldrei í hættu, en þau sigruðu með 7,86 í e

Spennuþrunginn laugardagur á Landsmóti

06.07.2024
Konráð Valur er þrefaldur Landsmótssigurvegari í skeiði og Jakob Svavar Sigurðsson vann Töltið. Yfirburða spennandi dagur í Víðidalnum í dag þar sem hver glæsi sýningin rak aðra. Strax í barnaflokki var spennan áþreifanleg enda gífurleg gæði og hæfileikar í þessum hóp. Una Björt Valdimarsdóttir á Öglu frá Ási áttu stórglæsileg sýningu og enduðu efstar með 8,75. Þá var komið að unglingunum og þar voru það þær Svandís Aitken Sævarsdóttir og Fjöður frá Hrísakoti sem stóðu upp sem sigurvegarar og koma í A úrslit á morgun með 8,88. Í ungmennaflokki voru það svo þeir Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú sem áttu rosalega sýningu og enduðu með 9,09.

Sólin skín á fimmtadegi Landsmóts

05.07.2024
Dagurinn hófst á yfirlitssýningum kynbótahrossa. Eftir yfirlitið var komið að seinni sprettunum í150 og 250m skeiði. Efstur eftir fyrstu tvo sprettina var Gústaf Ásgeir Hinriksson á 22,01. Skeiðið byrjaði brösuglega og aðeins þrír sprettir heppnuðust af þrettán í þriðju umferð og svipað var upp á teningnum í fjórðu umferð þar sem fjórir náðu gildri ferð, en það þarf ekki meira og Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk skutust fram úr Gústafi og Sjóð og sigruðu á tímanum 21,50sek.