Fréttir: 2024

Gleðin heldur áfram á Landsmóti

04.07.2024
Bjartur og fallegur dagur að kvöldi kominn í Víðidalnum. Fjórði dagur landsmóts og frábær stemningin í brekkunni. Dagurinn hófst á milliriðli í ungmennaflokki, þar voru það Eik Elvarsdóttir og Blær frá Prestsbakka sem náðu bestum árangri og eru efst eftir milliriðla með 8,75 í einkunn. Þau bættu sig töluvert en þau fóru með 8,62 inn í milliriðla. 

Þriðji dagur Landsmóts

04.07.2024
Þá er umhleypingarsömum þriðjadegi Landsmóts lokið. Dagurinn hófst á Meistaraflokki í slaktaumatölti þar sem Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði áttu glæsilega sýningu og enduðu efst með 8,50 í einkunn. Þar á eftir hófst milliriðill í barnaflokki og líkt og við var að búast eftir sérstaka forkeppni sýndu okkar yngstu knapar að þau eru sannarlega með sitt á hreinu og voru margar stórglæsilega sýningar. Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Sjóður frá Kirkjubæ standa efst eftir milliriðlana með 8,85 en rétt á eftir þeim koma þau Viktoría Huld Hannesardóttir og Þinur frá Enni með 8,82. Elimar Elvarson og Salka frá Hólateigi sem komu efsti inn í milliriðlana eru þriðju með 8,76 í einkunn.

Nýtt myndband frá Öryggisnefnd LH

03.07.2024
Öryggisnefnd LH kynnir nýtt myndband um öryggisbúnað.  Það er mikilvægt að við hestamenn séum dugleg að nýta okkur þann búnað sem í boði er og gleymum aldrei að setja hjálminn á hausinn áður en stígið er á bak. 

Landsmót dagur tvö

02.07.2024
Dagur tvö á landsmóti hófst með sérstakri forkeppni í unglinga flokk, hæstu einkunn dagsins hlutu þær Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marínu frá Lækjarbrekku 2 með 8,79 í einkunn og leiða því inn í milliriðla, en efstu þrjátíu knaparnir komast áfram þangað. Eftir hádegi hófst svo sértök forkeppni í A flokki gæðinga og þrátt fyrir að örlitla vætu var brekkan þéttsetin þegar hver glæsisýningin rak aðra.

RÚV sendir út frá lokadegi Landsmóts

02.07.2024
RÚV sendir út beint fá lokadegi landsmóts hestamanna, öll úrslit í íþrótta- og gæðingagreinum samkvæmt dagskrá á sunnudag. Þá verður dagskrá laugardagskvöldsins send út á ruv.is. Að auki verður fjallað um mótið á öðrum miðlum RÚV, s.s. í íþróttfréttum sjónvarps, útvarpsþáttum og á vef.

Fyrsti dagur landsmóts

02.07.2024
Þá er fyrsti dagur landsmóts 2024 að kvöldi kominn. Dagurinn byrjaði snemma en fyrstu hross voru komin í braut klukkan 8:00. Dagurinn byrjaði strax af krafti bæði á kynbótabrautinni en ekki síst í barnaflokki þar sem hver glæsi sýningin rak aðra í sérstakri forkeppni. Áhorfendur létu ekki morgungjóluna í Víðidalnum trufla sig og sátu í brekkunni og hvöttu yngstu keppendurna til dáða. Keppendurnir voru allir íþróttinni til mikils sóma og ljóst að fyrir marga var langþráður draumur að rætast.

Íslandsmet í 150m skeiði staðfest

01.07.2024
Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur samþykkt Íslandsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu II í 150m. skeiði á tímanum 13,62 sek . Hlaupið fór fram á Reykjavíkurmóti þann 12. júní sl. 

Gleðilegt Landsmót

30.06.2024
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum keppendum og sýnendum á Landsmóti hestamanna 2024 góðs gengis og vill um leið minna keppendur á að sýna íþróttamannslega framkomu í hvívetna og koma fram af virðingu gagnvart öðrum keppendum, starfsfólki, sjálfboðaliðum og gestum en ekki síst hestinum okkar sem þetta allt snýst um.

Glæsileg og vel heppnuð miðbæjarreið

29.06.2024
Miðbæjarreið LH og Landsmóts fór fram í blíðskapar veðri í dag, farið var um miðbæinn þveran og endilangan. Rúmlega 60 hestar tóku þátt í reiðinni og fjöldinn allur af fólki var mætt á Skólavörðuholtið til að taka á móti hópnum og ná af þeim myndum. Hestarnir sýndu það og sönnuðu enn einu sinni að þeir láta það ekki á sig fá að fara um þröngar götur bæjarins og taka þátt í því fjölbreytta mannlífi sem þar er. Reiðin heppnaðist í alla staði vel og það var ljúft að heyra hófadyninn í höfuðborginni og baða sig í sólinni á sama tíma. LH þakkar öllum þeim frábæru knöpum sem tóku þátt í reiðinni og öllum þeim sem komu og fylgdust með, megum við sem oftast sjá fallega fáka fara um götur Reykjarvíkur!