Fréttir

Gull, silfur og brons í höfn

13.08.2022
Fréttir
Eysteinn Kristinsson og Laukur frá Varmalæk eru Norðurlandameistarar í gæðingakeppni ungmennaflokki, þeir sigruðu örugglega með 8,64 í einkunn og fyrsta gullið í höfn, til hamingju Eysteinn! Védís Huld Sigurðardóttir og Riddari frá Hofi enduðu í 6. sæti með einkunnina 8,37.

Samantekt frá föstudegi á Norðurlandamóti

12.08.2022
Fréttir
Fyrstu A-úrslitunum hjá okkar fólki voru í slaktaumatölti ungmennaflokki, en þrír íslenskir knapar áttu sæti þar og röðuðu þau sér í þriðja, fjórða og fimmta sæti í úrslitunum.

Samantekt frá fimmtudegi á Norðurlandamóti

11.08.2022
Fréttir
Í dag hófst keppni á Norðurlandamótinu á forkeppni í tölti og slaktaumatölti í flokki fullorðinna.

Miðvikudagur á Norðurlandamóti

10.08.2022
Fréttir
Í dag fór fram forkeppni í fjórgangi í öllum flokkum mótsins og gæðingaskeið.

Um þolreiðar og Survive Iceland

10.08.2022
Fréttir
Þolreiðar (e. Endurance ride) er keppnisgrein sem er gífurlega vinsæl út um allan heim en hefur hins vegar ekki verið keppt mikið í á Íslandi. Á níunda áratugnum var keppt í þolreiðum í nokkur ár þar sem riðið var frá Laxnesi til Þingvalla.

Fyrsti dagur Norðurlandamótsins á Álandseyjum

09.08.2022
Fréttir
Það var í mörg horn að líta hjá okkar knöpum í íslenska liðinu á Norðurlandamoti í hestaíþróttum þegar forkeppni í nokkrum greinum mótsins fóru fram.

Nú byrjar ballið á Norðurlandamóti

09.08.2022
Fréttir
Norðurlandamótið í hestaíþróttum er formlega hafið. Í morgun var setning mótsins í blíðskaparveðri sem reyndar er spáð út alla vikuna á Álandseyjunum.

Sara Dís og Kristín Eir Íslandsmeistarar í samanlögðum greinum

06.08.2022
Fréttir
Íslandsmeistarar í samanlögðum greinum urður Sara Dís Snorradóttir í unglingaflokki og Kristín Eir Hauksdóttir Holaker í barnaflokki.

Herdís Björg Jóhannsdóttir Íslandsmeistari í tölti unglingaflokki

06.08.2022
Fréttir
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu eru Íslandsmeistarar í Tölti T1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga 2022. Herdís og Kvarði hlutu 7,56 í einkunn í a-úrslitum og sigurðu örugglega.