Fréttir: 2009

Opna Bautamótið í tölti

05.02.2009
Fréttir
Opna Bautamótið í tölti verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 21. febrúar. Sjá nánar auglýsingu.

Gáma- þjónustan styður landgræðslu

05.02.2009
Fréttir
Gámaþjónustan í Hafnarfirði býður nú hestamönnum í Sörla að taka við taði frá þeim á svæði fyrirtækisins við Berghellu í Hafnarafirði. Þetta er umtalsverður sparnaður fyrir Sörlafélaga, sem hafa sjálfir þurft að bera kostnað af að aka taðinu í Krísuvík eða Áfsnes.

Innan við átta mínútur í vökinni

05.02.2009
Fréttir
Flest hrossin sem fóru niður um ís á Tjörninni í Reykjavík voru aðeins þrjár til fimm mínutur í vökinni. Ekki tuttugu mínútur til hálftíma eins og sagt var í fréttum. Hrossið sem var síðast upp úr var átta mínútur í vatninu.

Meistaradeild VÍS - Smali Ráslistar

04.02.2009
Fréttir
Á morgun, fimmtudag, fer fram fyrsta mótið í Meistaradeild VÍS 2009. Fyrsta grein mótsins er Smali og hefst keppni klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Enn er hægt að tryggja sér ársmiða í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi. Verðið á ársmiða er kr 5.000,-  en aðgangseyrir á hvert mót er kr 1.500,-

Reiðhöll er málið

04.02.2009
Fréttir
Greinilegt er að ný reiðhöll Léttismanna á Akureyri hefur gjörbreytt hestamennskunni á svæðinu. Alla vega hvað vetrarstarfið varðar. Fjölbreytt námskeið eru nú í boði og hver sýningin innanhúss rekur aðra.

Kynbótadómar á Kjóavöllum

04.02.2009
Fréttir
Árlegir kynbótadómar og folaldasýning verður haldin í Andvara laugardaginn 7. febrúar. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, mun að venju dæma hrossin og gefa leiðbeiningar.

Knapar og hestar í kalt bað

03.02.2009
Fréttir
Knapar og hestar í Meistaradeild VÍS fengu heltur betur kalt bað við setningu deildarinnar, sem fram fór á Tjörninni í Reykjavík. Tíu til fimmtán hestar lentu í vök þegar ísinn brotnaði undan þeim.

Helluskeifur fluttar að heiman

03.02.2009
Fréttir
Helluskeifur hleyptu heimdraganum fyrir ári síðan og er fyrirtækið nú með aðsetur í Stykkishólmi. Eigendur eru Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir. Hellurskeifur bjóða nú skaflaskeifur á hagstæðu verði.

Stjórn LH fundar á Blönduósi

03.02.2009
Fréttir
Stjórn LH heldur vinnufund á Blönduósi um næstu helgi. Í tengslum við fundinn er hestamönnum í Húnaþingi, Skagafirði og Siglufirði boðið til almenns fundar næstkomandi föstudag, 6. febrúar, í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.