Fréttir: 2009

Meistaradeild ungmenna í Rangárhöllinni

19.01.2009
Fréttir
Geysismenn í Rangárþingi hafa sett á laggirnar sérstaka Meistaradeild ungmenna, 12 til 21 árs. Hugmyndin er að keppnin fari fram í Rangárhöllinni. Úrtaka fyrir deildina verður haldin í Rangárhöllinni 28. febrúar.

Lyfjaverð æðir upp

16.01.2009
Fréttir
Lyf hafa hækkað verulega upp á síðkastið. Ormalyf í hross hafa hækkað um allt að helming frá því í fyrra. Mikill munur er þó enn á milli tegunda og pakkninga. Ódýrast er að kaupa fljótandi ormalyf á brúsa og gefa sjálfur.

Skipaður tilsjónarmaður Hólaskóla

16.01.2009
Fréttir
Gísli Sverrir Árnason hefur verið ráðinn tilsjónarmaður Hólaskóla. Skólinn hefur verið rekinn með halla í mörg ár og fékk ekki leiðréttingu á fjárlögum eins og reiknað var með. Unnið er að því að greina stöðuna og gera rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár.

Maríanna í stjórn Meistara- deildar VÍS

15.01.2009
Fréttir
Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum í Fáki.

Húnvetnska liðakeppnin

15.01.2009
Fréttir
Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Hvammstangahöllinni 13. febrúar nk. Mótið er LIÐAKEPPNI og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki og flokki 16 ára og yngri.

Arndís tekur sæti í stjórn GDLH

14.01.2009
Fréttir
Arndís Björk Brynjólfsdóttir hefur tekið sæti í aðalstjórn Gæðingadómarafélags LH, en hún var í varastjórn. Tók hún sæti Guðmundar Hinrikssonar, sem sagði sig úr stjórninni fyrir skömmu.

Leit hafin að gæðinga- dómurum

14.01.2009
Fréttir
Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði.

Gæðinga- dómarar fá heimaverkefni

14.01.2009
Fréttir
Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008.

Bragi frá Kópavogi skiptir um eigendur og knapa

13.01.2009
Fréttir
Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.