Fréttir: Febrúar 2025

FEIF-ráðstefnan 2025

07.02.2025
FEIF-ráðstefnan fór fram í Vín í Austurríki um liðna helgi, með fulltrúum frá 18 aðildarlöndum FEIF. Austurríska Íslandshestasambandið (Österreichischer Islandpferde Verband, ÖIV) tók höfðinglega á móti ráðstefnugestum
Frá Youth Camp 2023

FEIF Youth Camp mun fara fram á Íslandi í sumar

05.02.2025
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 9.-14. júlí 2025 á Hvanneyri. FEIF Youth Camp eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annarra þjóða, auka skilning á menningarlegum mun og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Sumarbúðirnar verða að þessu sinni haldnar á Íslandi.

Sigurvilji frumsýnd 8. febrúar

05.02.2025
Laugardaginn 8. febrúar verður heimilidarmyndin Sigurvilji frumsýnd. Myndin fjallar um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara. Sigurbjörn er þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestamönnum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og komast á toppinn. Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum.