Fréttir

Sigvaldi Lárus er reiðkennari ársins 2022

07.12.2022
Fréttir
Við óskum Sigvalda til hamingju!

Leiðin að gullinu

06.12.2022
Fréttir
Sara Sigurbjörnsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir ætla að leiða áhorfendur í gegnum þjálfun og uppbyggingu fimmgangshestsins.

Leiðin að gullinu- dagskrá

05.12.2022
Fréttir
Það verður frábær dagskrá á menntadegi landsliðslins á laugardaginn þegar landsliðsknapar okkar halda sýnikennslur með með mismunandi þema og áherslum yfir daginn. Fræðsla og fróðleikur fyrir alla áhugasama hestamenn, á öllum stigum hestamennskunnar verður í boði þar sem landsliðsknaparnir veita innsýn í undirbúning sinn og þjálfun í aðdraganda HM í sumar.

Leiðin að gullinu - þjálfun reið- og keppnishesta

02.12.2022
Fréttir
Benjamín Sandur og Gummi Björgvins ríkjandi heimsmeistarar í skeiðgreinum fara yfir þjálfun og uppbyggingu í upphafi vetrar. Þeir félagar ætla að fjalla um upphaf vetrarþjálfunar reið- og keppnishesta, hvernig best er að haga þjálfun af stað inn í nýtt tímabil almennt og miða það við almenna þjálfun sem passar breiðum hópi hesta og reiðmanna. Hver eru mikilvægustu grunnatriðin? Hvað ber að hafa í huga í upphafi vetrarþjálfunar?

Íslandsmót í hestaíþróttum og áhugamannamót Íslands 2023 auglýst til umsóknar

01.12.2022
Fréttir
Íslandsmót og áhugamannamót Íslands eru í flokki þeirra móta sem LH úthlutar til mótshaldara samkvæmt lögum og reglum sambandsins ár hvert. Þau eru hér með auglýst til umsóknar.

Leiðin að gullinu- sýnikennsla í skeiði

01.12.2022
Fréttir
Hverjar eru áherslur fyrir 100 m skeið? 150 eða 250 m skeið? Fljúgandi start eða rásbásar? Hvað ber að hafa í huga? Gæðingaskeiðið er tæknigrein skeiðgreinanna, og snýst um tæknilega útfærslu á því hvernig á að leggja á skeið, aðdraganda, niðurtöku, skeiðkafla og niðurhægingu.

Símenntun reiðkennara á Menntadegi A - landsliðsins

30.11.2022
Fréttir
Menntadagur A - landsliðsins er metinn til símenntunar reiðkennara.

Leiðin að gullinu

29.11.2022
Fréttir
Missið ekki af frábæru tækifæri til þess að fræðast og fá innblástur frá okkar allra bestu knöpum. Meðal atriða verður sannkallaður “master class” í töltkeppni þar sem þau Jakob Svavar Sigurðsson og Helga Una Björnsdóttir fjalla um sérhæfða þjálfun fyrir töltkeppni T1 og þeir Ámundur Ernir Snorrason og Viðar Ingólfsson fjalla um þjálfun og undirbúning fyrir slaktaumatölt T2.

Kosning um reiðkennara ársins 2022

25.11.2022
Fréttir
Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2022. Kosningu lýkur á miðnætti mánudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF trainer of the year) þann 9-16. janúar 2023. þar sem kosið verður um 1 reiðkennara frá hverju FEIF landi. Sigurvegari í FEIF kosningunni verður síðan tilkynntur 3-4. febrúar 2023.