Fréttir: 2009

Íþróttasálfræði fyrir reiðmenn og reiðkennara

10.02.2009
Fréttir
Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ samkvæmt nýjum áherslum í fræðslumálum verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Boðið verður upp á fimm kennslustunda fyrirlestur um íþróttasálfræði. Þátttökugjald er einungis kr. 2.500.-.

Sýnikennsla FT-Norður vel heppnuð

10.02.2009
Fréttir
Frétt frá FT: FT – norður fékk aftur til liðs við sig þrjá reiðkennara og hélt annað sýnikennslukvöld í Reiðhöllinni á Svaðastöðum 21. janúar sl. Tekinn var upp þráðurinn frá sýnikennslunni sem haldin var í nóvember.

Knapamerkjakerfið er hvetjandi

10.02.2009
Fréttir
„Knapamerkjakerfið er hvetjandi,“ segir Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir reiðkennari á Blönduósi. Nú eru fimmtíu börn og unglingar á reiðnámskeiðum á félagssvæði Neista. Sami fjöldi er á námskeiðum í knapamerkjakerfinu á svæði Þyts á Hvammstanga.

Ístölt Austurland 21. febrúar

09.02.2009
Fréttir
Nú líður senn að Ístölt Austurland sem fer fram á Egilsstöðum þann 21. febrúar næstkomandi. Að venju verður barist um stóra titla. Einn þeirra knapa sem hafa titil að verja er Tryggvi Björnsson frá Blönduósi. Í fyrra hafði hann sigur í B-flokki á Akk frá Brautarholti.

Gagnorðar umræður á Blönduósi

09.02.2009
Fréttir
Á þriðja tug hestamanna sátu almennan fund LH sem haldinn var á Blönduósi síðastliðinn föstudag. Umræður voru gagnorðar og gagnlegar. Flestir voru sammála um að skerpa þurfi á ímynd hestamennskunnar sem íþróttagreinar.  

Youth Camp 2009

06.02.2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH dró út þátttakendur fyrir Youth Camp sem haldið verður í Bandaríkjunum í sumar eftir að hafa tekið viðtal við sjö einstaklinga.

HESTAMENN ATHUGIÐ !

06.02.2009
Fréttir
Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna   Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars.

Reiðmenn slasast í Andvara

06.02.2009
Fréttir
Alvarlegt slys varð á svæði Andvara þegar tveir hestar fældust á bráðabirgða reiðstíg sem liggur rétt við blokk sem verið er að byggja í svokölluðum Tröllakór. Rusli var hent niður af svölum byggingarinnar, hestarnir fældust og báðir mennirnar slösuðust.

Eyjó vinnur Smalann

05.02.2009
Fréttir
Fyrsta mót Meistaradeildar VÍS fór fram fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt var í Smala, sem er eins og nafnið ber með sér í ætt við forna íslenska reiðmennsku. Hestur og knapi þurfa að sýna liðleika, snerpu og hraða.