Fréttir: Desember 2009

Æskulýðsmót á ís

17.02.2009
Fréttir
Æskulýðsmót á ís verður haldið á vegum LH í Skautahöllinni í Reykjavík á skírdag, 9. apríl. Afrakstur af mótinu rennur til æskulýðsstarfa innan LH. Keppt verður í unglinga- og ungmennaflokkum.

Styttist í Svellkaldar

17.02.2009
Fréttir
Undirbúningi fyrir ístöltsmótið Svellkaldar konur sem haldið er af Landssambandi hestamannafélaga til stuðnings landsliðs Íslands miðar vel. Skráning á mótið hefst á fimmtudaginn kemur, 19. febrúar og stendur til miðnættis mánudaginn 23. febrúar.

Ístölt Austurland 2009 - Skráningum lýkur annað kvöld

17.02.2009
Fréttir
Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á freyfaxi@freyfaxi.net og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.

Meistaradeild VÍS - happadrætti - folatollur

17.02.2009
Fréttir
Á næsta móti Meistaradeildar VÍS verður fyrsta happadrætti deildarinnar af fimm. Fyrsti folatollurinn sem dregið verður um er tollur undir Landsmótssigurvegarann Óm frá Kvistum. Ómur sigraði 5 vetra flokkinn á Landsmót eins og flestum er í fersku minni.

Frá Hrossaræktar- ráðunauti BÍ.

16.02.2009
Fréttir
Af gefnu tilefni vil ég koma á framfæri að kynbótahross sem aðgengi hafa að væntanlegu Fjórðungsmóti á Vesturlandi næsta sumar, verða að vera skráð í eigu einstaklinga eða félaga með lögheimili á svæðinu frá Tröllaskaga að Hvalfirði við forskoðun í vor, þ.e. á hrossaræktarsambandssvæðum frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga að Hrossaræktarsambandi Vesturlands.

Þrjátíu og fimm umsóknir í úrvalshópinn

16.02.2009
Fréttir
Þrjátíu og fimm umsóknir bárust til LH vegna úrvalshóps unglinga og ungmenna, sem auglýstur var fyrr í vetur. Takmarkirð er að gefa framúrskarandi efnilegum knöpum kost á bestu kennslu og þjálfun sem völ er á.

KS-Deildin, Fjórgangur

16.02.2009
Fréttir
Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar verður n.k. miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00. Keppt verður í fjórgangi. Mikil spenna er að myndast og hafa  knapar verið að æfa í Svaðastaðahöllinni. Þar hafa sést glæsileg tilþrif og ljóst er að margir knapar koma mjög vel undirbúnir til leiks.

Opið bréf til Einars í Freyfaxa

16.02.2009
Fréttir
Kæri Einar, eftir að lesa bréfið frá þér sem birtist á netmiðlum hestamanna í gær þá sjáum við Léttismenn ekki annað hægt en að svara þér.

Landsliðið óskar eftir folatollum

16.02.2009
Fréttir
Fjáröflunarnefnd íslenska landsliðsins í hestaíþróttum rær nú lífróður við að fjármagna för liðsins til Sviss í sumar. Í fjárhagsáætlun LH er gert ráð fyrir 18 milljónum í kostnað við HM2009. Landsliðið biðlar til stóðhestseigenda um folatolla.