Fréttir

Sportfengsnámskeið í Spretti

04.05.2018
Fréttir
Námskeið í notkun hins nýja mótakerfis Sportfengs, verður haldið mánudagskvöldið 7.maí í Samskipahöllinni í Spretti kl 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir mótshaldara, ritara, þuli, dómara og aðra er að mótum koma.

Keppnisréttur í tölti á Landsmóti – eingöngu T1

04.05.2018
Fréttir
Nú styttist í að mótahald okkar hestamanna fari á fullt og nái svo hámarki á Landsmóti hestamanna í Reykjavík 1. – 8. júlí. Þeir sem stefna á keppni í tölti á Landsmóti eru vinsamlegast beðnir um að veita eftirfarandi athygli, tekið úr lögum og reglum LH...

Sportfengsnámskeið á Hellu

04.05.2018
Fréttir
Námskeið í notkun hins nýja mótakerfis Sportfengs, verður haldið þriðjudagskvöldið 8.maí á Hótel Stracta á Hellu kl 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir mótshaldara, ritara, þuli, dómara og aðra er að mótum koma.

Æskan og hesturinn 2018 í Léttishöllinni

03.05.2018
Fréttir
Æskan og hesturinn verður haldið í Léttishöllinni á Akureyri, sunnudaginn 6. maí kl. 13:00

Sportfengsnámskeið

03.05.2018
Fréttir
LH mun standa fyrir Sportfengsnámskeiði mánudaginn kemur, þann 7. maí n.k. á Akureyri. Mótshaldarar, ritarar, tölvufólk og dómarar eru hvattir til að mæta og kynnast nýja kerfinu.

Lokað til 13 í dag

03.05.2018
Fréttir
Í dag fimmtudaginn 3. maí verður skrifstofa LH lokuð vegna námskeiðs starfsmanna. Við minnum á lh@lhhestar.is netfangið okkar.

Æskulýðssýning Geysis 1.maí

30.04.2018
Fréttir
1. maí kl 11:00 ætla pollar, börn, unglingar og ungmenni að sýna afrakstur vetrarstarfsins sem hefur verið í gangi á starfssvæði Geysis.

Kynningarkvöld GDLH

27.04.2018
Fréttir
Gæðingadómarafélag Íslands heldur kynningarkvöld um landið þar sem farið verður yfir gæðingakeppnina, áherslur og ýmsilegt sem gott er fyrir alla að kynna sér hvort um sé að ræða keppendur, mótshaldara eða hinn almenna hestamann.

Skráning er hafin í Bellutöltið

27.04.2018
Fréttir
Skráning er hafin í skemmtilegasta mót ársins ;) Bellutölt.