Fréttir

Heildarlisti 100 stóðhesta í stóðhestaveltunni

18.04.2019
Fréttir
Undanfarin ár hefur landsliðið okkar leitað til stóðhesteigenda og óskað eftir að fá endurgjaldslaust folatoll undir þeirra úrvals hesta. Tollarnir eru svo seldir á stærsta viðburði landsliðsins sem er „Þeir allra sterkustu“. Undantekningarlítið hafa stóðhesteigendur tekið okkur vel og gefið tolla undir sína hesta. Við hjá Landssambandi hestamannafélaga og landsliðsnefnd eru ákaflega þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem styrkir okkur í okkar vinnu. Við lítum svo á að þessar gjafir sýni glöggt velvilja hestamanna til landsliðsins og viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem í þetta sinn og hingað hafa veitt okkur stuðning með því að gefa folatolla.

Dagskrá - Þeir allra sterkustu

18.04.2019
Fréttir
Styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal.

Stóðhestaveltan - potturinn kraumar af gæðum

18.04.2019
Fréttir
Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim 100 hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

Hreimur Örn, Karlakór Kjalnesinga og páskalambið á Þeir allra sterkustu

17.04.2019
Fréttir
Hreimur Örn Heimisson og Karlakór Kjalnesinga munu halda uppi stuðinu á Þeir allra sterkustu.

Fleiri frábærir gæðingar í stóðhestaveltunni á Þeir allra sterkustu

17.04.2019
Fréttir
Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

Geggjað happdrætti á Þeir allra sterkustu

17.04.2019
Fréttir
Happdrættið á Þeir allra sterkustu er með geggjuðum vinningum í ár.

Enn fjölgar stórstjörnum í stóðhestaveltunni

17.04.2019
Fréttir
Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

Hvað mætir Jói Skúla með í töltið á Þeir allra sterkustu?

16.04.2019
Fréttir
Jóhann Rúnar Skúlason, margfaldur heimsmeistari í tölti, mætir í töltið á "Þeir allra sterkustu". Jói er margfaldur heimsmeistari í tölti og nú er bara að sjá hvaða gæðing hann teflir til leiks en hann er ekki vanur að mæta nema til að sigra.

Þráinn frá Flagbjarnarholti á „Þeir allra sterkustu“

16.04.2019
Fréttir
Hæst dæmdi stóðhestur heims Þráinn frá Flagbjarnarholti mætir á „Þeir allra sterkustu“. Margir bíða spenntir eftir að sjá Þráinn sunnan heiða en hann setti heimsmet sl. sumar þegar hann hlaut 8,95 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Þráinn er undan Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum og Álfi frá Selfossi og er einn af þeim fjölmörgu súperhestum sem eru í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.