Fréttir

Tilnefning menntanefndar LH til reiðkennara FEIF 2020

22.12.2020
Fréttir
Á hverju ári tilnefna aðildalönd FEIF reiðkennara til „Best FEIF instructor/trainer of the Year“

Knapi ársins er Jakob Svavar Sigurðsson

18.12.2020
Fréttir
Viðurkenningar fyrir knapa ársins og keppnishestabú ársins voru veittar sigurvegurum í hverjum flokki í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Það var formaður LH Guðni Halldórsson sem afhenti verðlaunin sem eru gefin af Ásbirni Ólafssyni. Framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir afhenti við sama tækifæri Jakobi Svavari Sigurðssyni, knapa ársins viðurkenningu frá ÍSÍ.

Yfirlýsing frá LH vegna Metamóts Spretts

17.12.2020
Fréttir
Stjórn Hestamannafélagsins Spretts hefur farið fram á það með formlegum hætti að félaginu verið gefinn kostur á því að skila inn leiðréttri mótsskýrslu vegna Metamóts, sem fór fram í september sl. og beðist velvirðingar á þeim mistökum sem urðu þess valdandi að rangri mótsskýrslu var skilað inn. Hefur stjórn LH fallist á þá beiðni og látið opna skýrsluna í Sportfeng og gefið mótsstjórn og yfirdómara Metamóts frest til 20. desember nk. til að skila réttri mótsskýrslu.

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2020

14.12.2020
Fréttir
Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins 2020 liggja fyrir.

Niðurstaða aganefndar um Metamót og skráningu í 150 og 250 m. skeið á sama móti

13.12.2020
Fréttir
Í kjölfar erindis sem stjórn LH sendi til aganefndar LH, 11. nóvember sl. vegna framkvæmda skeiðkappreiða á tveimur mótum síðastliðið sumar, hefur Aganefnd komist að eftirfarandi niðurstöðu:

Notkun reiðhalla heimil með takmörkunum

11.12.2020
Fréttir
Heilbrigðisráðuneytið hefur, frá og með 11. desember, veitt LH undanþágu frá reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og heimilað hestamönnum notkun reiðhalla með vísan í undanþáguheimild um að vernda líf og heilsu dýra.

Vilt þú starfa í nefndum LH?

11.12.2020
Fréttir
Á næstunni mun stjórn Landssambands hestamannafélaga skipa í nefndir sambandsins til næstu tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2021

11.12.2020
Fréttir
Íslandsmót 2021 verður haldið á Hólum 1.-4. júlí 2021. Á Landþingi 2020 voru gerðar allnokkrar breytingar á reglugerð um Íslandsmót sem unnar voru af sérstökum starfshópi sem stjórn LH skipaði í þeim tilgangi að efla alla umgjörð um mótið og festa dagsetningar og dagskrá mótsins.

Óskað eftir umsóknum um Íslandsmót barna og unglinga 2021

10.12.2020
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga óskar eftir umsóknum um Íslandsmót barna og unglinga 2021.