30.11.1999
Tryppamarkaður og sölusýning verður í Rangárhöllinni laugardaginn 13. desember nk. Tryppamarkaður hefst kl. 15. Skráningargjald kr. 1.500 pr.stk. Ath. takmarkaður fjöldi. Sölusýning hrossa í reið hefst kl. 17. Skráningargjald kr. 2.500 pr.stk.
Skráningum skal skila á netfangið thrsig@simnet.is fyrir kl. 17, fimmtudaginn 11. des. nk. Nánari upplýsingar í síma 848 0615.
Rangárhöllin
30.11.1999
Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne.
Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.
30.11.1999
Síðustu forvöð!!!
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi.
30.11.1999
Einungis má nota í keppni dýr sem eru heilbrigð og vel þjálfuð....Lög um dýravernd nr 15/1994 6.gr.
Til að uppfylla skilyrði um dýravernd á LM 2008 hafa eftirfarandi reglur verið samþykktar af Landssambandi hestamannafélaga (LH), Landsmóti (LM) og Dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar
30.11.1999
Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.
30.11.1999
Mjög spennandi og hörð keppni fór fram í forkeppni í B-flokki gæðinga við heldur erfið skilyrði. Bálhvasst var í braut, en sýningar margar hverjar mjög góðar þrátt fyrir það.Svo fór að gæðingurinn Röðull frá Kálfholti var efstur með einkunnina 8,79.
30.11.1999
Kynbótasýningar í flokki 5 vetra hryssna hófust í gærkvöldi, en þeim lauk í dag. Alls voru 44 hryssur sýndar og var Píla frá Syðra-Garðshorni efst eftir daginn. Yfirlitssýningar í þessum flokki fara fram á fimmtudaginn.
30.11.1999
Margar góðar sýningar mátti sjá í forkeppni í barnaflokki á Gaddstaðaflötum í morgun. Birna Ósk Ólafsdóttir á Smyrli frá Stokkhólma var fremst meðal jafningja og stendur efst eftir keppnina í morgun með einkunina 8,58. Niðurstöður eru komnar eftir forkeppni í barnaflokki.
30.11.1999
Fjöldi sterkra hesta mætir til keppni í B-flokki gæðinga, en forkeppnin fer fram í dag. Athygli vekur að Leiknir frá Vakurstöðum hefur verið dreginn úr keppni. Valdimar Bergstað, knapi hans, ávann sér réttinn til að keppa bæði í B-flokki og ungmennaflokki fyrir Fák og hefur hann ákveðið að einbeita sér að ungmennaflokknum eingöngu með Leikni.
30.11.1999
Elding frá Haukholtum stendur efst í flokki 6 vetra hryssna, alhliða geng undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Fjóla frá Kirkjubæ fékk geysiháar hæfileikaeinkunnir, en hún er klárhryssa með 9,5 bæði fyrir tölt og brokk.