Rangárhöllin, Gaddstaðaflötum

Tryppamarkaður og sölusýning verður í Rangárhöllinni laugardaginn 13. desember nk. Tryppamarkaður hefst kl. 15. Skráningargjald kr. 1.500 pr.stk. Ath. takmarkaður fjöldi. Sölusýning hrossa í reið hefst kl. 17. Skráningargjald kr. 2.500 pr.stk. Skráningum skal skila á netfangið thrsig@simnet.is fyrir kl. 17, fimmtudaginn 11. des. nk. Nánari upplýsingar í síma 848 0615. Rangárhöllin

Alþjóðleg þjálfara/reiðkennara-ráðstefna FEIF í hestaskólanum Deurne, Hollandi

Nú líður senn að næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne. Í Deurne er umfangsmikil starfsemi sem ráðstefnugestir fá að kynnast auk þess sem margir sérfræðingar á ýmsum sviðum hestafræðanna munu leggja sitt af mörkum til að gera þessa helgi lærdómsríka og eftirminnilega.

Alþjóðleg Menntaráðstefna FEIF 9.-11.jan 2009

Síðustu forvöð!!! Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næstu þjálfararáðstefnu Menntanefndar FEIF sem að þessu sinni verður haldin í hestaskóla Hollendinga, Deurne, 9.-11.janúar næstkomandi.

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2008

“Einungis má nota í keppni dýr sem eru heilbrigð og vel þjálfuð...”.Lög um dýravernd nr 15/1994 6.gr. Til að uppfylla skilyrði um dýravernd á LM 2008 hafa eftirfarandi reglur verið samþykktar af Landssambandi hestamannafélaga (LH), Landsmóti (LM) og Dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar

Heilbrigði íslenska hestsins

Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.

Hörð og spennandi forkeppni í B-flokki

Mjög spennandi og hörð keppni fór fram í forkeppni í B-flokki gæðinga við heldur erfið skilyrði. Bálhvasst var í braut, en sýningar margar hverjar mjög góðar þrátt fyrir það.Svo fór að gæðingurinn Röðull frá Kálfholti var efstur með einkunnina 8,79.

Kynbótasýningum 5 vetra hryssna lokið

Kynbótasýningar í flokki 5 vetra hryssna hófust í gærkvöldi, en þeim lauk í dag. Alls voru 44 hryssur sýndar og var Píla frá Syðra-Garðshorni efst eftir daginn. Yfirlitssýningar í þessum flokki fara fram á fimmtudaginn.

Birna Ósk efst eftir forkeppni í barnaflokki

Margar góðar sýningar mátti sjá í forkeppni í barnaflokki á Gaddstaðaflötum í morgun. Birna Ósk Ólafsdóttir á Smyrli frá Stokkhólma var fremst meðal jafningja og stendur efst eftir keppnina í morgun með einkunina 8,58. Niðurstöður eru komnar eftir forkeppni í barnaflokki.

Forkeppni í B-flokki í dag

Fjöldi sterkra hesta mætir til keppni í B-flokki gæðinga, en forkeppnin fer fram í dag. Athygli vekur að Leiknir frá Vakurstöðum hefur verið dreginn úr keppni. Valdimar Bergstað, knapi hans, ávann sér réttinn til að keppa bæði í B-flokki og ungmennaflokki fyrir Fák og hefur hann ákveðið að einbeita sér að ungmennaflokknum eingöngu með Leikni.

Mjög sterkur flokkur 6 vetra hryssna

Elding frá Haukholtum stendur efst í flokki 6 vetra hryssna, alhliða geng undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Fjóla frá Kirkjubæ fékk geysiháar hæfileikaeinkunnir, en hún er klárhryssa með 9,5 bæði fyrir tölt og brokk.