20.11.2023
Sigrún Sigurðardóttir er borgarbarn fædd með hestadellu. Foreldrar hennar áttu hesta í Neðri-Fák og var hún mjög ung þegar hún yfirtók hesta foreldranna. Hún naut góðrar aðstoðar Gunnars Tryggva og Sigga hirðis í hestastússinnu, reið mikið út og tók þátt í félagsskap unga fólksins á svæðinu. Sigrún keppti fyrst á kappreiðum árið 1967 og vann þá á hestinum Geysi frá Garðsauka og var knapi á kappreiðum í allmörg næstu ár.
20.11.2023
Á formannafundi landssambands hestamannafélaga var tveimur hestamönnum veit gullmerki LH. Það voru þau Magnús Benediktsson og Helga Björg Helgadóttir.
20.11.2023
Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu nú í janúar 2024, með frábærum kennurum og pallborðsfólki. Þema þessarar ráðstefnu er hið svokallaða „Social Licence to
operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“
20.11.2023
Á Uppskeruhátíð LH voru krýndir bestu knapar ársins. Valnefnd stendur að baki valinu. Nefndin er skipuðuð hópi hestamanna og þar eiga fulltrúa stjórn LH, GDLH, HÍDÍ, fjölmiðlar og FT. Við val á knöpum ársins skal tekið tillit til árangurs á árinu: ástundunar, prúðmennsku og íþróttamannlegrar framkomu innan vallar sem utan, sem og reglusemi. Knapi ársins í hverjum flokki er valinn sá sem talinn er hafa náð framúrskarandi árangri á sviði reiðmennsku og frammistaða hans sé álitin hestaíþróttinni til framdráttar, hvort sem um er að ræða eitt afgerandi afrek, eða frábæran árangur í mörgum greinum á mörgum mótum. Við val þeirra sem viðurkenningar hljóta skal gaumgæfa árangur jafnt hér heima sem erlendis (WR mót og stórmót).
18.11.2023
Jæja nú er komið að þessu húsið opnar kl 18:00 fyrstu dagskráliðir hefjast um kl 18:30
Vinsamlegast sýnið kvittun fyrir miðakaupum í hurð.
Borðaskipan er á blöðum þegar komið er inn í Gamla Bíó.
Hlökkum til að sjá ykkur!
18.11.2023
Í dag fer fram formannafundur hestamannafélagana. Það er gleðilegt að sjá fjölda formanna og annarra stjórnamannaí hestamannafélögunum koma saman og ræða málefnin sem brýnast sitja á hestamannafélögunum.
13.11.2023
Nú styttist heldur betur í uppskeruhátíðina. Miðasala hefur gegnið vel en þó eru enn óseldir miðar og fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn á hátíðina. Hátíðin fer fram í Gamla Bíó – Ingólfsstræti.
Húsið opnar kl 18:00
Borðhald hefst kl 19:00 í framhaldi af því
13.11.2023
Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu.
Eftirfarandi sjálfboðaliðar hafa verið tilnefndir, endilega kynnið ykkur þau og kjósið hér neðst á síðunni.
11.11.2023
Eins og hjá öðrum íbúum landsins er hugur stjórnar og starfsmanna Landssambands hestamannafélaga hjá íbúum Grindavíkur á erfiðum tímum. Stjórn og starfsfólk sambandsins hvetur þá félagsmenn sína, sem tök hafa á, til þess að bjóða fram aðstoð sína við að flytja og hýsa hesta af svæðinu á meðan hættu- og óvissuástand ríkir. Hestafólk er þekkt fyrir samstöðu og hjálpsemi og telja má fullvíst að hestafólk víðs vegar um landið sé tilbúið til að leggja sitt af mörkum á þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks LH,
Guðni Halldórsson, formaður.
06.11.2023
Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins 2023 liggja fyrir.