Þingeyrar í Húnaþingi

Jörðin Þingeyrar í Húnaþingi var lengi þekktust af bónda sínum og frægum hestamanni, Jóni Ásgeirssyni. Sonur hans var Ásgeir Jónsson á Gottorp, sem ritaði bækurnar Horfnir góðhestar. Nú eru Þingeyrar aftur komnar í hóp virðulegustu hrossabúa landsins.

Rangárhöllin - dagskrá veturinn 2009

Geysismenn á Rangárvöllum ætla sér að nýta hinu glæsilegu Rangárhöll, nýja reiðhöll á Gaddstaðaflötum, vel á komandi misserum. Sett hefur verið upp dagskrá fyrir veturinn. Hún er birt hér með fyrirvara um breytingar.

Vilja fimm ára fyrirvara

Hestamenn í Geysi vilja fá lengri frest til að undirbúa mótssvæði sitt fyrir Landsmót. Vilja þeir að ákvörðun um Landsmótsstað liggi fyrir með að minnsta kosti fimm ára fyrirvara.

Skyndihjálparnámskeið í boði Sörla

Hestamannafélagið Sörli býður félögum á skyndihjálparnámskeið. Rauði kross Íslands mun sjá um kennslu. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast grunnfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Fræðslukvöld með Sigurbirni Bárðarsyni

Fræðslunefnd Sörla heldur fræðslufund með Sigurbirni Bárðarsyni fimmtudagskvöldið 29. jan kl. 19:30 að Sörlastöðum. Þar mun Sigurbjörn halda erindi og fara yfir uppbyggingu vetrarþjálfunar hvort sem um er að ræða keppnis eða reiðhesta. Eftir erindið mun hann sitja fyrir svörum.

Vetrarstarf Æskulýðsnefndar Neista

Börn/unglingar og foreldrar fjölmenntu og þá meinum við FJÖLMENNTU í Reiðhöllina í Arnargerði á Blönduósi í þetta skiptið var salurinn okkar of lítill.

Þorrablót Sörla

Hið víðfræga þorrablót Sörla verður haldið laugardaginn 24. janúar næstkomandi að Sörlastöðum.

Starf yfirþjálfara hestaíþrótta

Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði auglýsir starf yfirþjálfara hestaíþrótta til umsóknar. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 10. desember.

Tilkynning frá Gusti

Í tilefni af frétt frá hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ [sem birst hefur á vefmiðlum] vill stjórn Gusts í Kópavogi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Reiðhöll Gusts fyrir skuldlausa

Skuldlausir félagar í hestamannafélaginu Gusti geta notað reiðhöllina á félagssvæðinu að vild frá klukkan 14.00 til 22.00 virka daga, og frá klukkan 08.00 til 22.00 um helgar. Skuldlausir félagar geta fengið lykil hjá húsverði gegn 1000 krónur skilagjaldi.