Liðsstjóraspjall á Meistaradeild

Liðsstjóri landsliðsins, Hafliði Halldórsson, verður vitaskuld á fyrstu keppni Meistaradeildarinnar í Ölfushöll í kvöld. Þeim ungmennum sem stefna á HM-úrtöku í sumar gefst kostur á að hitta liðsstjórann og fara með honum yfir keppni kvöldsins. Hafliði mun hitta áhugasama í anddyri Ölfushallarinnar kl. 18:30.

Sirkuskennsla

Klikkernámskeið og The seven games Parelli. Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari verður með "klikker námskeið" eða smellunámskeið, þar sem hesturinn er þjálfaður með hljóðmerkjum.

Einstaklingsmiðuð kennsla

Mikil eftirspurn hefur verið eftir einkatímum og því höfum við ákveðið að bæta við fleiri tímum. Opið er fyrir skráningar hjá Ragnheiði Samúelsdóttur í einstaklingsmiðaða kennslu, hver og einn kemur á sínum forsendum með sinn hest til kennara og fær leiðbeiningar og/eða aðstoð.

Afreksþjálfun – Ráðstefna 24. janúar 2013

Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík standa að íþróttaráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum, fimmtudaginn 24. janúar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík.

Spennandi undirbúningstímabil framundan

Landsliðsnefnd LH og Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins sem fer á HM í Berlín í ágúst, hafa sett saman dagskrá fyrir áhugasama landsliðskandídata fram á vor. Dagskráin felur í sér námskeiða- og fyrirlestraröð með úrvals reiðkennurum, þjálfurum og fyrirlesurum.

NM2014 og HM2015: Nýr formaður

Fyrrum formaður undirbúningsnefndar NM2014 og HM2015 Ole Søgaard tilkynnti í gær danska Íslandshestasambandinu (DI), samnorrænu undirbúningsnefndinni og FEIF að vegna ágreinings um formið á samvinnu landanna sem standa að nefndinni, vildi hann segja sig frá formennsku í henni.

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Andvara

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Andvara 09.02.2013.

Námskeið hjá Létti

Almennt reiðnámskeið fyrir byrjendur 6-16 ára hefst mánudaginn 21. janúar kl. 17:15 á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í reiðmennsku.

Simkerfið niðri

Símkerfi LH er niðri þessa stundina vegna breytinga á tölvukerfi LH og ÍSÍ. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og minnum á netfang sambandsins: lh@lhhestar.is

Opið Grímu- og jafnvægistölt Harðar

Laugardaginn 19. janúar kl. 13:00 verður haldið opið Grímu og jafnvægistölt í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Mótið verður tvískipt en byrjað verður á Grímutölti og jafnvægistölt strax á eftir.