31.12.2012
Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, að valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa að gæta þess að dýrin fari ekki sjálfum sér eða öðrum að voða.
21.12.2012
Nýstofnað hestamannafélag, Hestamannafélagið Kjóavöllum, býður til samkeppni um nafn á félagið. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni, bæði félagsmönnum og öðrum.
21.12.2012
Landssamband hestamannafélaga óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
12.12.2012
Það er að verða til kvikmynd um okkur! Hún heitir Hross og menn og verður leikin mynd í fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni.
11.12.2012
Myndefni frá Landsmótinu í Reykjavík í sumar er nú komið út á DVD diskum. Óhætt er að segja að þar sé gæðaefni á ferð en efnið er í HD gæðum og hljóðgæðin þau bestu sem völ er á.
03.12.2012
Þriðjudaginn 11.desember næstkomandi kl 18:00 verður kynnt skráningarkerfi hestamannafélaganna (skráningarkerfi fyrir mót / námskeið /greiðslur) í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6.
03.12.2012
Nú hrannast inn umsóknir um mótadaga hestamannafélaganna 2013 en frestur þeirra til að skila inn mótaskrá fyrir árið 2013 rann út þann 1. desember.
26.11.2012
Ályktun haustfundar Dýralæknafélags Íslands varðandi áverka í munni keppnis- og sýningahrossa 2012.
24.11.2012
Í kjölfar umræðu um hestaíþróttina síðustu daga og vikur, vill Landsamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda beina því til þeirra sem fjalla um hestamennsku að sýna fagmennsku og gæta fyllstu varúðar við umfjöllun sína opinberlega.
22.11.2012
Á aðalfundi Hrossaræktarfélags Andvara var Hilmar Sæmundsson valinn ræktunarmaður ársins fyrir ræktun sína á stóðhestinum Grím frá Efsta - Seli