29.10.2009
Föstudaginn 30. okt. 2009 verður sölusýning í reiðhöllinni á Flúðum. Sýningin hefst kl. 19.30 (ath. breytta tímasetningu). Einnig
verður uppboð á folatollum til styrktar æskulýðsnefndar, spennandi folar í boði.
28.10.2009
Félag tamningamanna stóð fyrir sýnikennslu með Antoni Páli Níelssyni í samvinnu við hestamannafélagið Gust í reiðhöll
Gustara sl. miðvikudagskvöld. Aðsókn var mjög góð, en um 200 manns mættu og fylgdust með Antoni sem fór vítt og breitt yfir sviðið
hvað varðar undirbúning og þjálfun hrossa, auk þess að kynna ýmsar vinnuaðferðir og búnað. Góður rómur var gerður
að kennslunni og áttu gestir notalega og fróðlega kvöldstund saman.
28.10.2009
Aðalfundur Kvennadeildar Fáks sem átti að vera í kvöld FRESTAST vegna veikinda.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 2. okt. í félagsheimili Fáks og hefst hann kl. 20:00
23.10.2009
Hér fyrir neðan má sjá fréttir frá hestamannafélaginu Fák.
23.10.2009
Nýr vefur Félags hrossabænda hefur nú verið tekinn í gagnið á slóðinni www.fhb.is . Þar er að finna upplýsingar um
félagið og starfsemi þess, auk ýmis konar fróðleiks er varðar íslenska hestinn, bæði á íslensku og ensku.
22.10.2009
Nú liggja fyrir tilnefningar til knapaverðlauna sem veitt verða á Uppskeruhátíð hestamanna 7.nóv. 2009. Einnig verða veitt heiðursverðlaun
Landssamband hestamannafélaga.
22.10.2009
Frá og með deginum í dag geta áskrifendur Worldfengs skoðað alla íþrótta- og gæðingadóma á Íslandi.
21.10.2009
Minnum á að í kvöld, miðvikudaginn 21. október, stendur Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust, fyrir
sýnikennslu í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 20.
20.10.2009
Á aðalfundi Gæðingadómarafélags Landssamband hestamannafélaga sem haldin var föstudaginn 16.okt. síðastliðinn var kjörinn nýr
formaður félagsins, Lárus Á. Hannesson.
15.10.2009
Minnum á aðalfund Gæðingadómarafélags Landssambands hestamannafélaga. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 16.okt. kl.18:00
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hvetjum alla gæðingadómara til þess að mæta.