01.07.2013
Nú styttist í það að Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum hefjist. Skráning stendur nú yfir en frestur til að skrá sig til leiks rennur út 2. júlí, eða að kvöldi þriðjudags.
28.06.2013
Sumarsmellur Harðar hefst í dag föstudaginn 28.júní kl. 14:00 á fjórgangi meistara. Á ráslistunum má sjá að mótið verður sterkt og spennandi fram á síðustu úrslit!
28.06.2013
Ólafur Eðvarð Rafnsson forseti ÍSÍ sem varð bráðkvaddur þann 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00. Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum að lokinni athöfn.
25.06.2013
Fjórðungsmót á Austurlandi fór vel fram um liðna helgi á Fornustekkum við Hornafjörð. Öll hestamannafélög frá Eyjafirði í Hornafjörð höfðu þátttökurétt á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit mótsins, bæði í gæðingakeppninni, töltinu og kynbótasýningunni.
25.06.2013
Þeir knapar sem tóku þátt í HM-úrtöku á dögunum eru hvattir til að taka þátt í íþróttamótinu í Herði um næstu helgi. Athugið að þetta er síðasta mótið áður en lokaval landsliðsins verður tilkynnt. Þeir knapar sem þegar hafa tryggt sér sæti í liðinu eru einnig hvattir til að taka þátt í mótinu sem hluta af þjálfunarferli knapa og hests fram að HM.
24.06.2013
Rétt er að árétta það að árangur frá árinu áður gildir inn á Íslandsmót í ár, sem og allur árangur sem náðst hefur í opnum flokkum á löglegum mótum, t.d. T1 og T3 á árunum 2012 og 2013.