01.02.2020
Á síðasta landsþingi LH á Akureyri var samþykkt að LH yrði leiðandi í því að gera gæðingafimi að fullgildri keppnisgrein í lögum og reglum sambandsins og gert að skipa starfshóp til þess verks.
27.01.2020
Vekjum athygli á breyttri dagsetningu á Íslandsmóti barna og unglinga.
23.01.2020
Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í Líflandi í dag, 23. janúar. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.
20.01.2020
Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar.
15.01.2020
Nýir landsliðshópar í hestaíþróttum verða kynntir í Líflandi fimmtudaginn 23. janúar kl. 15.00. Kynntir verða landsliðshópar í flokki fullorðinna og U21 árs og verða þeir starfandi árið 2020.
11.01.2020
Hestamannafélagið Geysir heldur Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum á Hellu dagana 12. til 16. ágúst 2020.
Keppnisnefnd LH hefur gefið út lágmörk inn á Íslandsmót og vakin er athygli á því að þau hafa verið hækkuð um 0,4 frá því sem verið hefur undanfarin ár í T1, V1 og F1 og um 0,2 í gæðingaskeiði.
08.01.2020
Nú hafa 6 hópar með 48 knöpum verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun LH 2020 og starfsemin er að byrja.
Fyrsta æfingahelgin er með Gústaf Ásgeiri og fer fram í Reiðhöllinni í Víðdal helgina 11-12 janúar