31.12.2013
Landssamband hestamannafélaga óskar hestamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Við óskum þess að nýja árið heilsi okkur með góðum árangri á öllum sviðum hestamennskunnar sem og góðri heilsu til handa mönnum og hestum.
29.12.2013
Um áramót hafa iðulega orðið slys og óhöpp vegna ofsahræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Ábyrgð þeirra sem skjóta upp flugeldum er mikil, að valda ekki nálægum dýrum ótta og angist og dýraeigendur þurfa að gæta þess að dýrin fari ekki sjálfum sér eða öðrum að voða.
27.12.2013
Hefur þú hugleitt hvernig á að gera gæðinginn þinn sem bestan og halda honum hraustum þannig að hann endist sem lengst? Þá er þetta tækifærið!
20.12.2013
Landssamband hestamannafélaga sendir landsmönnum öllum nær og fjær, hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Gott ár í hestamennskunni er nú að renna sitt skeið og vonandi verður árið 2014 einnig farsælt fyrir okkur hestamenn.
20.12.2013
Skrifstofa LH á Engjaveginum í Laugardal, verður lokuð dagana 23. desember - 2. janúar. Hægt verður þó að kaupa gjafabréf á Þorláksmessu og virka daga fram að áramótum í síma 514 4030.
20.12.2013
TREC er spennandi ný grein sem er að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Greinin er skemmtileg, spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur.
19.12.2013
Jóhann Rúnar Skúlason var á dögunum valinn knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga. Hann varð tvöfaldur heimsmeistari í hestaíþróttum á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Berlín í ágúst á þessu ári.
19.12.2013
Íþróttafólk Reykjavíkur var heiðrað á samkomu hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur á dögunum. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Helgi Sveinsson úr Ármanni voru útnefnd íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013. Bæði fögnuðu heimsmeistaratitli á árinu. Það sem var hvað merkilegast fyrir okkur hestamenn er að hinn ungi tvöfaldi heimsmeistari í skeiði, Konráð Valur Sveinsson var heiðraður fyrir sinn frábæra árangur á árinu.
12.12.2013
Landssamband hestamannafélaga og VÍS hafa tekið höndum saman um að auka sýnileika knapa og fáka í svartasta skammdeginu. Verkefnið gengur út á að bjóða sérvalin endurskinsmerki til sölu í tugum verslana um land allt. Til að fyllsta öryggis sé gætt er endurskinið bæði ætlað knapa og hesti þar sem þeir geta orðið viðskila.
10.12.2013
Það eru ekki nema rétt rúmir sex mánuðir í Landsmót hestamanna á Hellu næsta sumar. Er því ekki upplagt að lauma miða á mótið í jólapakka hestamannsins?