Hrossaræktin 2013

Hrossaræktin 2013 er komin út og er tilvalin jólagjöf fyrir hestamanninn. Meðal efnis er yfirgripsmikil grein um Vatnsleysubúið, viðtal við Kristinn Guðnason. Guðmundur Björgvinsson er heimsóttur, Ófeigur 882 er í nærmynd. Einnig er kynning á öllum hæst dæmdu kynbótahrossum Íslands árið 2013.

Jólahátíð Sleipnis

Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir sinni annarri jólahátíð í Sleipnishöllinni að Brávöllum laugardaginn 14.des nk. á milli kl. 16-18. Jólasveinarnir koma ríðandi frá Ingólfsfjalli, jólalúðrasveit leikur fyrir okkur, Doddi og Birgir spila á harmonikkurnar og teymt verður undir börnum.

Endurskinsmerki fyrir alla!

Mikilvægt er að auka öryggi sitt og sinna með því að nota ávallt endurskin þegar skyggja tekur. Með því sjáumst við allt að fimm sinnum fyrr en ella.

World Tölt 2014

Úrval-Útsýn býður til sölu ferðir á mjög góðu verði á World Tölt í Odense í febrúar n.k. Þeir eru með takmarkað magn miða á þennan frábæra viðburð.

FEIF fréttir

FEIF sendir reglulega út fréttabréf í tölvupósti og það sem helst er að frétta af þeim vígstöðvum er það að danski knapinn Trine Risvang hlaut viðurkenningu sambandsins fyrir góða og prúða reiðmennsku.

Kófsveittar á Kvennakvöldi!

Það var sannkölluð hátíðarstemning þegar Kvennakvöld Líflands var haldið á fimmtudagskvöldið var í verslun fyrirtækisins að Lynghálsi í Reykjavík. Lífland er einn stærsti samstarfsaðili LH og því skunduðu starfsmenn sambandsins og Landsmóts af stað til að kynna LM 2014 á Hellu næsta sumar, og bjóða einstök kjör á vikupassa inná mótið.

Pistill til umhugsunar

Frétt í síðustu viku gerði mann forviða. Það eru ekki nema þrjú ár síðan við þurftum að fresta landsmóti vegna “smitandi hósta” sem reyndi verulega á þolrif hestamanna og þeirra sem reka hestatengda starfsemi með alvarlegum afleiðingum upp á hundruð milljóna tjón, sem margir sjá ekki enn út úr, og ekki er vitað hvernig fer.

Lokað á morgun

Vegna jarðarfarar verður skrifstofa LH lokuð frá kl. 12:00 á morgun, föstudaginn 29. nóvember.

Fjármálaráðstefna ÍSÍ

ÍSÍ heldur fjármálaráðstefnu föstudaginn 29. nóvember næstkomandi milli kl. 13:00 og 16:00 í sal 1 í Laugardalshöll. Ráðstefnan mun fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.

Miði á LM2014 í jólapakkann

Eins og allir vita verður Landsmót á næsta ári á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 30.6 - 6.7.2014. Miðasala á mótið er komin í gang og einungis hægt að kaupa miða á www.landsmot.is. Sérstök forsala miða verður til og með 31.12.2013 en þá geta LH/BÍ félagar keypt vikupassann á aðeins 12.000 kr. Einstakt tilboð til áramóta!