01.04.2010
Hér má sjá ráslista fyrir Ístöltið "Þeirra allra sterkustu".
Minnum á forsölu aðgöngumiða í Líflandi laugardaginn 3.apríl. Opið er frá 9:00 til 15:00.
Einnig verða miðar seldir í anddyri Skautahallarinnar frá kl.18:00. Húsið opnar kl.19:00 og sýningin hefst kl.20:00.
31.03.2010
Það verða feikna sterkir hestar og knapar sem mæta á Ístölt “Þeirra allra sterkustu” sem fer fram í Skautahöllinni í
Laugardal laugardinn 3.apríl kl.20:00.
31.03.2010
Hin stórskemmtilega Dymbilvikusýning Gusts fer fram í reiðhöllinni í Kópavogi í kvöld kl. 20:30. Meginþema sýningarinnar eru
kynbótahross og meðal þess sem boðið er upp á verða stóðhestarnir Fróði frá Staðartungu og Mídas frá Kaldbak, Oddur
frá Selfossi með afkvæmum og ræktunarbúin Skeiðháholt, Friðheimar, Grænhóll og Hemla.
31.03.2010
Á stóðhestaveislunni 2010 í Rangárhöllinni 3. apríl verða seldir happadrættismiðar í happadrætti Meistaradeildar VÍS.
Miðasala fer einnig fram á tveimur síðustu mótum Meistaradeildar VÍS. Dregið verður úr seldum miðum á lokamóti deildarinnar.
31.03.2010
Nokkrir af þeim stóðhestum sem fram koma á Stóðhestaveislunni á Hellu verða sýndir með afkvæmum. Fyrir áhugafólk um
ræktun er alltaf spennandi að sjá afkvæmi og verður gaman að berja hópana augum.
31.03.2010
Stóðhesturinn Aron frá Strandarhöfði mætir á Ístölt „Þeirra allra sterkustu“ og sýnir listir sínar.
Óðssonurinn Aron hefur ekki komið fram í nokkur ár og ríkir því mikil eftirvænting að sjá klárinn en sýnandi hans
verður Hinrik Bragason. Óður hefur hæst hlotið 8.54 í aðaleinkunn, þar af 8.75 fyrir hæfileika.
30.03.2010
Happdrættismiðar til styrktar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum eru nú til sölu í verslun Líflands að
Lynghálsi. Í vinning er folatollur undir engan annan en Álf frá Selfossi. Gefandi tollsins er Christina Lund.
30.03.2010
Úrtaka verður fyrir stórsýninguna "Fákar og fjör" þriðjudaginn 30. mars kl. 19:00. Ekki þarf að skrá sig, nóg að mæta
á staðinn.
30.03.2010
Aðfararnótt sunnudagsins 28 mars var brotist inn í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði. Þjófarnir höfðu
á brott með sér fimm hnakka, nokkur beisli og önnur reiðtygi ásamt 5 hjálmum. Tjónið er að sjálfsögðu tilfinnanlegt fyrir
eigendurnar sem ekki eru tryggðir sérstaklega vegna reiðtygjanna eða innbrots í hesthús.
29.03.2010
Nátthrafn frá Dallandi sigurvegari Ístölts „Þeirra allra sterkustu“ 2009 mætir til leiks á laugardaginn, 3.apríl, í
Skautahöllina í Laugardal og freistar þess að verja titilinn.