Glæsilegt mót "Svellkaldar konur"

Ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ 2010 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal síðasta laugardag, 13.mars. Mótið tókst í alla staði vel, undirbúningur og framkvæmd til fyrirmyndar hjá undirbúningsnefndinni sem allar störfuðu í sjálfboðavinnu.

Opið bréf frá Létti

Stjórn LH hefur tekið þá ákvörðun, eftir lýðræðislega atkvæðagreiðslu innan stjórnar LH, að landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið í Reykjavík. Hefur sú ákvörðun vakið upp miklar deilur meðal hestamanna og óvægin skrif hafa birst á spjallsíðum hestamanna.

Ályktanir vegna LM2012

Undirritaðir stjórnarmenn hestamannafélaganna Dreyra, Faxa, Geisla, Glæsis, Grana, Háfeta, Hornfirðings, Kóps, Léttfeta, Ljúfs, Loga, Mána, Neista, Sindra, Skugga, Sleipnis, Smára, Snarfara, Snæfaxa, Stíganda, Storms, Svaða, Trausta, Þjálfa, Þráins og Þyts mótmæla því harðlega að stjórn L.H. hrófli við því mynstri sem verið hefur við lýði varðandi staðsetningu Landsmóta allt frá upphafi þeirra en það mynstur hefur byggst á því að mótin hafa verið haldin á landsbyggðinni og til skiptis á norður- og suðurlandi.

Frábærar sýningar á Svellköldum

Stórglæsilegt ístöltsmót kvenna fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Þar þreyttu hundrað þáttakendur keppni og mátti sjá frábærar sýningar í öllum flokkum. Keppt var í liðakeppni og þar var bleika liðið hlutskarpast, en dregið var í liðin af handahófi úr öllum flokkum.

Æskan og hesturinn - Akureyri

Æskulýðsnefnd Léttis óskar eftir krökkum sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem fram fer á Sauðárkróki 1 maí.

Til formanna hestamannafélaga og formanna nefnda LH

Á stjórnarfundi LH 12.mars síðastliðinn var tekin sú ákvörðun að boða formenn hestamannafélga og formenn nefnda LH til fundar 26.mars næskomandi í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg kl 13:00.

Viðar og Tumi sigurvegarar

Það var sannkölluð veisla í Ölfushöllinni í gær þegar keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS. Það var hinn knái Viðar Ingólfsson, Frumherja, á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum. Eftir forkeppni voru Viðar og Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Top Reiter, á Golu frá Prestsbakka jafnir efstir með einkunnina 7,01. Í þriðja sæti eftir forkeppni var Jakob S. Sigurðsson, Frumherja, á Blæ frá Hesti með einkunnina 6,94.

KEA-mótaröðin

Þriðja kvöldið var haldið í gær í KEA mótaröðinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var ágætis þátttaka. Áhorfendur skemmtu sér vel við að horfa á fallega alhliðahesta.   Þorbjörn Hreinn sigraði B-úrslitin á Tý frá Litla Dal með einkunnina 6,10. Mikil spenna var í A-úrslitunum og sigraði Baldvin Ari Guðlaugsson að lokum á Orradótturinni Krækju frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 7,05.   Eftir kvöldið er Ásdís Helga orðin efst með 21 stig en fast á hæla hennar kemur Viðar Bragason með 20 stig og þá Baldvin Ari með 18 stig.

Uppfærðir ráslistar - Svellkaldar konur

Hér að neðan birtast uppfærðir ráslistar eins og þeir standa núna. Munið að afskráningar og breytingar skulu sendast á skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er. Á þessum lista má líka sjá í hvaða liði hver knapi er, en hvert lið er einkennt með lit. Knapar eru hvattir til að einkenna sig með sínum liðs lit, t.d. með hálsklút, flík, slaufu á ístaðið eða eitthvað slíkt. Það lið sem fær flest stig fær sér verðlaun og um að gera að fylgjast með hverjar eru saman í liði og hvetja sína félaga!

Miðasala Landsmóts 2010 fer vel af stað

Um 60% þeirra sem keypt hafa miða á netinu eru Íslendingar og má leiða að því líkum að það sem rekur landann áfram sé að festa sér hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni en um 300 stæði eru í boði á Vindheimamelum.  Þegar er búið að selja hátt í 1/3 af stæðunum á þessum fyrstu dögum miðasölunnar og fer stúkusalan einnig vel af stað.