11.03.2010
Af óviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að stórsýningin Fákar og Fjör sem átti að fara fram í Top
Reiter höllinni á Akureyri 10 apríl n.k. verði haldin viku síðar eða laugardaginn 17. apríl.
11.03.2010
DAGSKRÁ:
Kl. 17:00 Minna vanar – forkeppni
Kl. 17:40 Meira vanar – forkeppni
Kl.19:00 Opinn flokkur – forkeppni
11.03.2010
Stórsýningin Æskan & hesturinn 2010 verður um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Eins og venja er, verða tvær
sýningar hvorn daginn, kl. 13 og kl. 16. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir.
11.03.2010
Nú hefur verið dregið um rásröð á Svellköldum 2010 og birtist hún hér að neðan. Dagskrá mótsins verður kynnt fyrir
helgi, en mótið hefst kl. 17 á laugardaginn með forkeppni í flokknum Minna vanar.
10.03.2010
Annað mótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts mun fara fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í kvöld kl. 18:30. Mótinu
var frestað sl. laugardag vegna veðurs og vallaraðstæðna og þar sem fjöldi viðburða um helgina kemur í veg fyrir að hægt sé að
hafa mótið þá, hefur því verið komið á dagskrá í kvöld. Skráning fer fram í Helgukoti á milli kl. 17:30 og
18:00.
10.03.2010
Næsta keppnisgrein í Meistaradeild VÍS er gæðingafimi. Keppnin verður á morgun fimmtudag í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30.
Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir knapana. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit
sýningarinnar.
09.03.2010
Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina, 13. og 14. mars. Tvær sýningar
verða hvorn daginn, kl. 13:00 og kl. 16:00.
09.03.2010
Kæri íþróttadómari! Vegna fjölda áskorana hefur stjórn HÍDÍ ákveðið að halda enn eitt
samræmingarnámskeið mánudaginn 15.mars nk. kl. 17.00 stundvíslega í Íþróttamiðstöðinn í Laugardal. Vinsamlegast
staðfestið þátttöku: pjetur@pon.is
08.03.2010
Í kvöld verður fundur í félagsheimili Fáks um málefni hrossaræktarinnar og hefst fundurinn kl. 20:30
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún Ólafsdóttir formaður
Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka
Íslands. Kynnt verða m.a. nýjar vægistölur í kynbótadómum og margt fleira fróðlegt.
Nauðsynlegt er fyir þá sem hafa gaman af hrossarækt að fjölmenna og heyra í forystumönnum okkar hvað er að gerast og einnig að hafa
áhrif á stefnumótun í hrossaræktarmálefnum.
Fjölmennum.
*Reiðhöllin: Þar sem sýningin Æskan og hesturinn er um helgina verður Reiðhöllin lokuð töluvert í vikunni vegna æfinga.
Þriðjudaginn 9. mars er höllin lokuð frá kl. 15:00 - 22:00
Miðvikudaginn 10. mars er höllin lokuð frá 18:00 - 22:00
Fimmtudaginn 11. mars er höllin lokuð frá kl. 18:00 - 22:00
Föstudaginn 12. Mars er höllin lokuð frá kl. 20:00 - 21:00
Laugardag og sunnudag er höllin svo lokuð en þá er sýningin Æskan og hesturinn sem allir ættu að koma á.
*Það verður ekki reiðkennari þá á miðvikudagskvöldið vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Minnum á almennar umferðarreglur
í Reiðhöllinni og taka tillit til annara sem eru að þjálfa.
*Næsta Bikarmót verður á föstudagskvöldið í reiðhöllinni hjá Mánamönnum í Keflavik. Keppt verður í Smala,
brokki og skeiði. Skemmtilegt mót sem gaman er að fara á .
*Reiðtúr verður nk. laugardag. Mæting við Reiðhöllina kl.14:00
08.03.2010
Vegna fréttatilkynningar frá Stíganda,Léttfeta, Geysi og Sindra
vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Að morgni fimmtudagsins 4. mars hafði formaður Stíganda í Skagafirði samband við skrifstofu LH
og bað um fund með stjórn LH fyrir félögin í Skagafirði.