27.07.2023
Ferlið að velja landslið til leiks fyrir Íslands hönd var heilmikið og náði hápunkti sínum á Íslandsmótinu á Selfossi fyrr í sumar.
Það voru margir knapar og hestar í boði og að lokum var liðið tilkynnt um miðjan júlí. Nú er skráningarfrestur liðinn og öll lönd hafa því skráð staðfest lið til leiks ásamt varaknöpum og því er fróðlegt að skoða stöðu okkar liðs nú á leiðinni inn í mótið.
26.07.2023
Leifur Kr. Jóhannesson fyrrverandi formaður LH lést laugardaginn 22. júlí níræður að aldri. Hann var fæddur á Saurum í Helgafellssveit 12 nóvember 1932. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1954. Sumarið á milli námsáranna vann hann á Hvanneyrarbúinu.
24.07.2023
Áhugamannamót Íslands fór fram dagana 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts, þar var keppt í 1. flokki en á sama tíma fór einnig fram áhugamannamót Spretts þar sem boðið var upp á 2. og 3. flokk. Mótið var haldið í blíðskaparveðri og var keppnissvæðið til fyrirmyndar.
24.07.2023
Vel heppnað Íslandsmót barna og unglinga var haldið á Rangárbökkum 12-16 júlí. Mótið var vel sótt og allt utan um hald var til fyrirmyndar. Á mótinu mátti sjá afbragðs takta og reiðmennsku í hæsta gæðaflokki. Framtíðin er sannarlega björt í íslenskri hestamennsku.
14.07.2023
Í dag var tilkynnt hverjir munu skipa landslið íslands í hestaíþróttum á HM í Hollandi í ágúst. Kynningin var haldin í sýningarsal Mercedes-Benz að Krókhálsi 11. Askja umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi er einn af aðal styrktaraðilum íslenska landsliðsins.
14.07.2023
Í gærkvöld fór fram gæðingalist 1 og 2 í fyrsta sinn á Íslandsmóti og tókst það mjög vel. Keppendur sýndu flottar æfingar og augljóst að mikill metnaður var lagður í undirbúning sýninganna.
13.07.2023
FEIF Youth Camp námsbúðirnar verða haldnar dagana 14-19. júlí 2023 í Ypåjå í Finnlandi.
FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar að nálgast hestinn og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
12.07.2023
Íslandsmót barna og unglinga hefst í dag, miðvikudaginn 12. júlí. Alls eru 109 keppendur skráðir á mótið. Undirbúningur hefur gengið vel og ljóst að von er á glæsilegum sýningum hjá unga fólkinu okkar. Alendis mun vera á staðnum og streyma frá viðburðinum í opinni dagskrá!
Veðurspáin fyrir mótið er góð og því er um að gera að sýna þessum hæfileikaríku íþróttamönnum okkar stu
10.07.2023
Nú styttist óðfluga í Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts.
05.07.2023
Íslandsmót barna- og unglinga 2023 verður haldið á Rangárbökkum félagssvæði Geysis dagana 12.-16. júlí.