29.11.2019
Forsala aðgöngumiða á LM2020 er í fullum gangi og er hægt að kaupa dagpassa, helgarpassa og vikupassa. Vikupassar kosta núna 19.900 kr en fullt verð á Landsmóti verður 24.900 kr
18.11.2019
Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH
15.11.2019
Á fundi Afrekssjóðs ÍSÍ þann 29. október sl. var samþykkt að færa Landssamband hestamannafélaga úr flokki C í flokk B og hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfest þá ákvörðun. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2020.
13.11.2019
Norðurlandamót íslenska hestsins verður haldið í Norrköping í Svíþjóð vikuna 27. júlí til 2. ágúst 2020.
Til stóð að halda mótið í Finnlandi en Finnar báðust undan því þar sem uppbygging á fyrirætluðu mótssvæði er skammt á veg komin.
Svíar hlupu í skarðið og varð niðurstaðan að halda mótið í Himmelstalund í Norrköping.
05.11.2019
Landsliðsnefnd LH hélt sannkallaðan uppskerudag fyrir HM-landsliðið í hestaíþróttum. Í rauðabítið var haldið í Bláa lónið þar sem liðsmenn létu fara vel um sig drjúga stund. Bláa lónið er einn af stærstu styrktaraðilum landsliðsins og er því vel við hæfi að fagna góðu gengi ársins á þessum magnaða stað.
05.11.2019
Á skrifstofu LH starfar öflugt teymi starfsmanna en 1. nóvember urðu nokkrar breytingar.
Berglind Karlsdóttir er nýr framkvæmdastjóri LH, Berglind hefur starfað sem verkefnastjóri á skrifstofunni frá því í janúar 2019. Hjörný Snorradóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri er tekin við starfi verkefnastjóra, Hjörný hefur starfað á skrifstofunni síðan í júní 2017.
04.11.2019
Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.
01.11.2019
Formannafundur LH var haldinn 1. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum hestamannafélaga um allt land. Mesti þungi umræðna á fundinum var um nýliðun, æskulýðsstarf og félagshesthús.
01.11.2019
Hestamannafélagið Geysir hlaut æskulýðsbikar LH að þessu sinni fyrir öflugt æskulýðasstarf á árinu. Karen Woodrow formaður æskulýðsnefndar LH afhenti bikarinn en það kom í hlut Katrínar Sigurðardóttur að veita bikarnum viðtöku fyrir hönd Geysis.