28.12.2019
Jóhann vann það einstaka afrek á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín 2019 að vinna þrefaldan heimsmeistaratitil á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Jóhann varð heimsmeistari í tölti T1, fjórgangi V1 og samanlögðum fjórgangsgreinum. Þá hlaut Jóhann reiðmennskuverðlaun FEIF sem afhent er þeim sem þykir sýna besta reiðmennsku á HM. Þar með eru heimsmeistaratitlar Jóhanns orðnir 13 talsins frá árinu 1999.
23.12.2019
Stjórn Landssambands hestamannafélaga lýsir yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins.
18.12.2019
Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U21-landsliðshóps LH frá 1. janúar 2020.
17.12.2019
Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2024.
05.12.2019
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag þann 5. desember. Stór hluti hestamanna leggja sitt af mörkum í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu síns hestamannafélags. Þetta er fólk á öllum aldri úr öllum stéttum, fólk í námi, fólk í starfi og fólk á eftirlaunaaldri.