31.07.2019
Þórir Haraldsson forstjóri Líflands og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH nýttu tækifærið og skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning en Lífland hefur verið aðal styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum um árabil.
24.07.2019
Stuðningsmannatreyjan er polobolur úr afar vönduðu efni með góðri öndun, fæst bæði í karla- og kvennasniði í öllum stæðrum og einni barnastærð. Verð 5.900 kr.
Væntanlegir í verslun Líflands og verða einnig til sölu á Heimsmeistaramótinu í Berlín í bás Horses of Iceland.
15.07.2019
Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín var kynnt í verslun Líflands í dag en Lífland er einn aðal styrktaraðili landsliðsins.
Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið. Við val á landsliðinu var horft til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þessum þremur mótum. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.