01.03.2010
Skráning á Svellkaldar 2010 hófst í morgun og nú þegar eru 45 skráningar staðfestar! Aðeins 100 pláss eru í boði og
því er um að gera að drífa sig í að skrá því hér gildir reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær."
01.03.2010
Hrossaræktarbúið á Grænhól í Ölfusi hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2010 sem veitt voru á Landbúnaðarþingi
Bændasamtaka Íslands. Það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afhenti Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu
Eyvindsdóttur verðlaunin.
01.03.2010
Ert þú kominn í keppnisgírinn ?? Eða langar þig að vita hvernig atvinnumenn undirbúa og þjálfa sína hesta fyrir keppni ??
Sigurbjörn Bárðarson mun heimsækja okkur í Sörla á Sörlastaði og vera með fyrilestur á miðvikudagskvöldið 3 mars. kl
19:00 þar sem hann fer yfir undirbúning og þjálfun með keppni í huga.
01.03.2010
Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis, haldin í Top Reiter höllinni þriðjudaginn 23. febrúar, lýsir yfir fullum stuðningi við og fagnar
ákvörðun stjórnar LH frá 29. desember s.l. um að hefja fyrst viðræður við Hestamannafélagið Fák í Reykjavík með
það að markmiði að halda Landsmót Hestamanna á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík 2012.
26.02.2010
Búist er við mikilli stemmingu í Ölfushöllinni annað kvöld, en þá gefst einstakt tækifæri til að skella sér á
Meistaradeild VÍS á laugardagskvöldi. Fremstu knapar landsins halda áfram baráttu sinni um stig í deildinni og verður engu til sparað, því
þeir munu mæta til leiks með marga af flottustu tölturum landsins.
26.02.2010
Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga verður lokuð í dag, föstudaginn 26.febrúar, eftir kl.12:00 vegna jarðarfarar.
26.02.2010
Boðið verður upp á skemmtilega nýbreytni á Ístöltsmóti kvenna "Svellköldum konum" í Skautahöllinni í Laugardal þann
13. mars nk. þ.e.að vera með liðakeppni. Keppendunum hundrað verður skipt í fimm lið, en dregið verður í liðin úr öllum
keppnisflokkum og munu 20 knapar skipa hvert lið.
26.02.2010
Skráningar berist á netfangið gudinga@ismennt.is í síðasta lagi þriðjudaginn 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir
þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa, nafn og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt.
Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu.
26.02.2010
Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní –
4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur leiddur í
gegnum ferlið skref fyrir skref.
26.02.2010
Vorannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 15. mars nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og
krossaprófa.