01.02.2010
Meistaradeild UMFÍ og LH verður haldin í apríl 2010 í Rangárhöllinni. Mótadagar eru eftirfarandi:
01.02.2010
Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á þeim ístöltum sem haldin verða í vetur til styrktar íslenska landsliðinu í
hestaíþróttum.
01.02.2010
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost
á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 – 17 ára verða í 1
– 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum. Þetta er tækifæri fyrir
áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.
01.02.2010
Námskeið fyrir mikið vana knapa hja Mette Manseth reiðkennara á Hólum.
Frábært tækifæri fyrir mjög vana knapa sem vilja skerpa betur á hæfni sinni að fá kennslu frá einum fremsta reiðkennara
landsins. Aðeins 1 kennsluhelgi, þann 20. og 21. febrúar, kennt verður frá kl. 8:00 - 16:00 báða dagana. Staðsetning: Reiðhöllin
í Víðidal. Takmarkaður fjöldi (Fáksfélagar ganga fyrir). Verð: 29.000.