31.08.2023
Íslenska landsliðinu og starfsliði var í gær boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók móti hópnum og hrósaði liðinu fyrir framúrskarandi árangur á nýloknu heimsmeistaramóti í Hollandi.
13.08.2023
Það má sko með sanni segja að loftið hafi verið rafmagnað hér í Orischot í morgun þegar úrslit í T2 fóru fram þar áttum við ekki fulltrúa, en Íslendingarnir í stúkunni fönguðu þó ákaft þegar Máni Hilmarsson sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar á hestinum Gljátoppi frá Miðhrauni sigraði með 8,75 í einkunn. Heimsmeistari ungmenna varð Lena Becker á Bikar frá Ytra-Vallholti með 7,46 í einkunn. Að loknum úrslitum í T2 var komið að ungmennaflokki í fjórgangi. Þar áttum við frábæra fulltrúa Jón Ársæl og Frá. Þeir voru með yfirburðasýningu og hlutu 7,50 í einkunn og hömpuðu þar með sýnum öðrum heimsmeistaratitli!
12.08.2023
og samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna. Dagurinn í dag hófst á B úrslitum í tölti en þar áttu við enga fulltrúa. Þau sem unnu B úrslitin voru þau: Kristján Magnússon sem keppir fyrir Svíþjóð á hestinum Óskar från Lindeberg, hlutu þeir í einkunn 7.61 og mæta því til A úrslita á morgun. Í T2 voru það Helen Klaas og Kolgrímur vom Neddernhof sem unnu B úrslitin með 7.38 í einkunn. Amanda Frandsen frá Danmörku Tinna frá Litlalandi sigruðu svo B úrslit ungmenna í T1 með einkunnina 6.72.
12.08.2023
Siggi Mar settist niður með okkur og ræddi útlitið fyrir lokadaginn á HM. Endilega kíkið á þetta.
11.08.2023
Hreint út sagt frábær dagur að kvöldi kominn hér í Orischot. Dagurinn var tileinkaður tölti og byrjaði á T2. Þar voru hlutskarpastir Máni Hilmarsson og Gljátoppur frá Miðhrauni. Máni keppir fyrir hönd Svíþjóðar þar sem hann býr. Sýningin hjá þeim var glæsileg og hlutu þeir 8,70. Hæsta einkunn í ungmennaflokki kom í hlut Lenu Becker frá Þýskalandi sem fékk 7,60. Benedikt og Leira-Björk áttu á köflum ágæta sýningu en enduðu neðst ungmenna að þessu sinni með 4,23. Þrátt fyrir það leiðir hann keppnina um heimsmeistaratitill ungmenna í samanlögðum fimmgangs greinum, þar sem fátt getur komið í veg fyrir að hann happi titlinum að loknum 100m skeið sprettinum á morgun.
10.08.2023
Nú er þriðja degi heimsmeistaramótsins lokið og það má með sanni segja að Íslenski hópurinn hefur staðið sig gífurlega vel og raðað inn verðlaunum. Í kvöld fóru fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Elvar og Fjalladís áttu fyrir kvöldið besta tíman 22,17 sek
10.08.2023
Við settumst niður með Sigga Ævars í upphafi HM og fórum aðeins yfir mótið. Skemmtilegt spjall. Endilega kíkið á þetta.
10.08.2023
Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt þrjá fulltrúa. Tvo í fullorðinsflokk þau Jóhönnu Margréti og Bárð frá Melabergi og Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofiog einn í ungmennaflokki Jón Ársæl og Frá frá Sandhól. Allir okkar keppendur buðu upp á glæsilegar sýningar. Jóhanna og Bárður hlutu 7,77 í einkunn og enda þar með í 3 sæti. Viðar og Þór hlutu 7,53 og enduðu í 5 sæti.
10.08.2023
Í dag fer fram forkeppni í fjórgangi, yfirlit kynbótasýninga 7 vetra og seinni tveir sprettir í 250m skeiði.
09.08.2023
Fjórir knapar hófu leik í 250m skeiði í kvöld. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg og bekkirnir þétt setnir. Í fyrsta holli störtuðu Hans Þór og Jarl og Elvar og Fjalladís saman. Fjalladís hóf þar með sinn fyrsta keppnis sprett í 250m skeiði. Ný krýndir heimsmeistarar Elvar og Fjalladís voru í feikna stuði og náðu frábærum sprett og tóku forystuna á tímanum 22,69 og leiddu eftir fyrstu umferð.