30.09.2017
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin laugardagskvöldið 27. október n.k. á Reykjavík Hilton Nordica. Hátíðin er haldin af LH og FHB og mun verða sérlega glæsileg.
29.09.2017
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum stóð sig vel á Heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Oirschot í Hollandi í sumar.
21.09.2017
FEIF og þýska Íslandshestasambandið auglýsir eftir þátttakendum á leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er haldið helgina 12.-14. janúar 2018 í Berlar sem er um 180 km frá Düsseldorf í Þýskalandi.
20.09.2017
Landssamband hestamanna (LH) og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað samstarfssamning
19.09.2017
Opið málþing Félags tamningamanna og Landsambands hestamannafélaga um líðandi keppnis/sýningartímabil verður haldið miðvikudaginn 20. september kl. 18:00.
13.09.2017
Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
13.09.2017
Nú er formannafundur í undirbúningi hjá félögum LH og þar verður að venju veittur æskulýðsbikar sambandsins. Æskulýðsnefnd LH velur það félag sem hlýtur bikarinn og byggir val sitt að mestu leyti á þeim æskulýðsskýrslum sem sendar eru inn af félögunum.
11.09.2017
Opinn fundur um líðandi keppnistímabil í hestaíþróttum verður haldinn í E-sal ÍSÍ, miðvikudaginn 20.september næstkomandi og hefst hann kl. 18:00.
07.09.2017
Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgafjarðar í Borgarnesi.
06.09.2017
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardagskvöldið 28. október á Hilton Reykjavik Nordica. Glæsilegur kvöldverður, skemmtun og hefðbundin dagskrá.