30.12.2008
Vant hestafólk veit að hestar eru logandi hræddir við flugelda og aðrar áramótasprengjur. Það er hins vegar ástæða til að benda minna vönu fólki á þessa hættu. Hestar geta fælst illa við flugelda og dæmi eru um slys af þeim sökum.
30.12.2008
Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi fékk 25 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar. Áform voru uppi um að byggja risa reiðhöll í samstarfi við sveitarfélagið Árborg. Þær fyrirætlanir eru nú að engu orðnar.
22.12.2008
Sigurður Ragnarsson í Keflavík og Sigurður Sigurðarson, knapi og tamningamaður, hafa fest kaup á stóðhestinum og Íslandsmeistaranum í fjórgangi, Suðra frá Holtsmúla. Sigurður knapi er þegar byrjaður að þjálfa hestinn og þarf vart að spyrja að því að stefnan er sett á HM2009 í Sviss.
22.12.2008
Reiðmaðurinn, tveggja ára nám sem hófst við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í haust, hefur slegið í gegn. Um sextíu manns sóttu um námið. Fjörutíu og fjórir fengu pláss. Nemendur stunda námið að langmestum hluta heima hjá sér.
22.12.2008
Nú líður senn að því að nemendur á öðru ári í Hólaskóla flögra úr hreiðrinu og dreifa sér á tamningastöðvar vítt og breytt um landið. Þar starfa nemendur í fimm mánuði. Þetta er hinn svokallaði verknámshluti, sem þarf til að útskrifast sem tamningamaður.
19.12.2008
Landssamband hestamannafélaga hefur tilnefnt tvo knapa í val írþóttamanns ársins hjá ÍSÍ, karl og konu. Hestaíþróttakona LH er Hulda Gústafsdóttir og Árni Björn Pálsson heldur uppi heiðri karla.
17.12.2008
Samspil, kennslubók í hestamennsku eftir Benedikt Líndal, seldist upp í byrjun desember. Nýtt upplag hefur verið prentað og er komið í bókabúðir og hestavöruverslanir. Benedikt er að vonum ánægður með viðtökurnar.
17.12.2008
Opnuð hefur verið ný heimasíða fyrir stóðhestinn Þrist frá Feti. Þar er að finna allt um Þrist, sögu hans, ættir, dóma, myndir og afkvæmi.
16.12.2008
Hinn móvindótti stóðhestur og gæðingur Glymur frá Innri-Skeljabrekku er til sölu. Ýmsir hafa borið víurnar í hestinn í haust. Eitt hundrað og sextán afkvæmi hans eru skráð í WorldFeng. Mörg er vindótt.
16.12.2008
Sífellt bætist í hóp stóðhesta sem seldir eru úr landi. Í frétt á Hestafréttum kemur fram að hinn dökk-móvindótti Víglundur frá Feti sé farinn til Danmerkur. Kaupendur hans eru Gunnar Hafdal og Sigrún Erlingsdóttir í Danmörku.