01.12.2008
Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð Hnokka. Hann er ekki á leið til Danmerkur eins og er. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að danskur aðili, Mads Jörgensen, á stærstan hlut í hestinum, segir Hinrik Bragason, hrossabóndi á Árbakka.
01.12.2008
Pétur A. Maack var í gærkvöldi kosinn formaður Andavara á aðalfundi félagsins. Guðjón Gunnarsson var endurkjörinn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Allar starfsnefndir félagsins voru mannaðar á aðalfundinum.
01.12.2008
Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, stóð fyrir ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn föstudag. Þar var lagt til að sérsamböndin endurskoðuðu fjárhagsáætlanir sínar í ljósi kreppunnar. Sérstaklega var hvatt til þess að samdráttur í tekjum bitnaði ekki á æskulýðsstarfinu.
28.11.2008
Það var góður andi samstöðu sem sveif yfir vötnum á vel sóttum aðalfundi Gusts, sem haldinn var í gærkvöldi. Hermann Vilmundarson hlaut afgerandi kosningu í formannssætið, eða 71 atkvæði á móti 42 atkvæðum Kristínar Njálsdóttur.
27.11.2008
Aðalfundur Norðurdeildar Félags tamningarmanna verður haldinn miðvikudaginn 3. Desember næstkomandi kllukkan 18:30 í andyri reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundastörf.
27.11.2008
Hestamannafélagið Gustur hefur veitt Landssambandi hestamannafélaga fimmtán hundruð þúsund króna styrk til gerðar nýrrar heimasíðu samtakanna. Upphaflega var styrkurinn hugsaður fyrir kynningar- og upplýsingabækling um hestamennsku.
27.11.2008
Aðalfundur Félags tamningamanna verður haldinn laugardaginn 13. desember nk. í bókasafni BÍ í Bændahöllinni (Hótel Sögu) á 3. hæð.
27.11.2008
Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil og Bergi í Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.
26.11.2008
Margur er ríkari en hann er sagði maður nokkur þegar hann fann hundrað krónu seðil í vasanum. Hann hefur sennilega verið skyldur Bibbu á Brávallagötunni. En sjálfur vissi hann hvað hann meinti.
25.11.2008
Félagsstarf í hestamanna - félaginu Dreyra á Akranes er blómlegt. Hið árlega Glitnismót Dreyra hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess hjá hestaíþróttafólki. Félagsheimlið á Æðarodda er til fyrirmyndar. Þátttaka í félagsstarfinu er góð.