05.07.2023
Mustad er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K-ISAM skrifuðu undir samstarfssamning til tveggja ára.
03.07.2023
Spennan var í hámarki á Brávöllum um helgina þegar úrslit Íslandsmeistaramótsins fóru fram. Reiðmennskan var í hæsta gæðaflokki og sýningarnar voru hver annari betri. Fyrstur til að tryggja sér Íslandsmeistara var Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III, þau eru Íslandsmeistarar ungmenna í Gæðingaskeiði með einkunnina 8,5. Fullorðinsflokkinn sigraði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum með 9,0 er þetta þriðja árið í röð sem bæði Benedikt og Elvar tryggja sér þennan titil og báðir með hærri einkunn en áður.