02.03.2010
Félag tamningamanna, í samstarfi við Félag hrossabænda, stendur fyrir fræðslukvöldi í félagsheimili Skugga í Borgarnesi nk.
föstudagskvöld, 5. mars kl. 19. Þar mun hinn heimsþekkti knapi og þjálfari Rúna Einarsdóttir - Zingsheim, sem búsett er í
Þýskalandi, flytja fyrirlestur um þjálfun hrossa, m.a. með tilliti til mismunandi áherslna á milli Íslands og meginlands Evrópu, auk
þess sem hún mun svara fyrirspurnum gesta um hvaðeina er reiðmennsku og þjálfun varðar.
02.03.2010
Þau 100 pláss sem í boði voru á ístöltsmótinu Svellkaldar konur ruku út á fyrsta degi og hefur skráningu nú verið
lokað þar sem allt er orðið fullt og þó nokkur fjöldi á biðlista. Góð skráning er í alla flokka og hestakostur
frábær.
02.03.2010
Nú er komið að seinna samræmingarnámskeiði HÍDÍ sem haldið verðursunnudaginn 7. mars 2010 í Ölfushöllinni.
Námskeiðið hefst stundvíslega kl 9.00 árdegis og stendur til Kl 17.00.
01.03.2010
Skráning á Svellkaldar 2010 hófst í morgun og nú þegar eru 45 skráningar staðfestar! Aðeins 100 pláss eru í boði og
því er um að gera að drífa sig í að skrá því hér gildir reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær."
01.03.2010
Hrossaræktarbúið á Grænhól í Ölfusi hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2010 sem veitt voru á Landbúnaðarþingi
Bændasamtaka Íslands. Það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afhenti Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu
Eyvindsdóttur verðlaunin.
01.03.2010
Ert þú kominn í keppnisgírinn ?? Eða langar þig að vita hvernig atvinnumenn undirbúa og þjálfa sína hesta fyrir keppni ??
Sigurbjörn Bárðarson mun heimsækja okkur í Sörla á Sörlastaði og vera með fyrilestur á miðvikudagskvöldið 3 mars. kl
19:00 þar sem hann fer yfir undirbúning og þjálfun með keppni í huga.
01.03.2010
Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis, haldin í Top Reiter höllinni þriðjudaginn 23. febrúar, lýsir yfir fullum stuðningi við og fagnar
ákvörðun stjórnar LH frá 29. desember s.l. um að hefja fyrst viðræður við Hestamannafélagið Fák í Reykjavík með
það að markmiði að halda Landsmót Hestamanna á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík 2012.