13.11.2013
Allar innsendar skýrslur frá æskulýðsdeildum hestamannafélaganna eru nú komnar inná vefinn okkar undir Æskulýðsmál, skýrslur 2013. Skýrslurnar eru frábærar heimildir um öflugt æskulýðsstarf innan félaganna og um að gera fyrir áhugasama að glugga í þeim.
10.11.2013
Uppskeruhátíð LH fór fram á Broadway í gærkvöldi. Skagfirðingurinn og margfaldur heimsmeistari í tölti, Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins og er vel að þeim titli kominn eftir ógleymanlegan árangur í Berlín í sumar þar sem þeir Hnokki frá Fellskoti voru óumdeilanlegar stjörnur mótsins.
08.11.2013
Það er hestamannafélagið Fákur sem halda mun Íslandsmót yngri flokka á næsta ári og hefur mótinu verið fundin dagsetningin 17. - 20. júlí 2014.
08.11.2013
Í dag er stór dagur hjá hestamannafélögunum í landinu en formannafundur LH er haldinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Æskulýðsbikar LH er veittur árlega, annað hvort á formannafundi eða á landsþingi.
06.11.2013
Enn eru til miðar á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway á laugardagskvöldið kemur og hefur stemningin stigmagnast síðustu vikuna. Það eru fjölmargir hópar tilbúnir með glimmerið og til í tuskið á laugardagskvöldið.
06.11.2013
Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 23. - 27. júlí á næsta ári.
04.11.2013
Vegna umfjöllunar á RÚV um tamningaaðferð síðustu daga, vill stjórn Landssambands hestamannafélaga koma eftirfarandi á framfæri.
29.10.2013
Nefnd um knapaval á Uppskeruhátíð hestamanna hefur skilað af sér tilnefningum. Tilnefndir eru fimm knapar í hverjum flokki en flokkarnir eru: íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins. Einn úr hverjum flokki mun svo hljóta verðlaun á Uppskeruhátíðinni þann 9. nóv.