Fréttir af Kjóavallamálum

Nýtt félag á Kjóavöllum sem mun vera í forsvari fyrir öllum verklegum framkvæmdum á vegum hestamannafélaganna Andvara og Gusts er tekið til starfa. Mun það félag síðan taka yfir réttindi og skyldur gagnvart Kópavogi og Garðabæ af Andvara og Gusti. Stofnfundur fyrir nýtt hestamannafélag verður boðaður í haust þar sem lögð verða fram lög til samþykktar og kosið verður um nafn á nýja félagið. Verður það nánar kynnt síðar.

Skráningu lýkur í dag

Skráningu á Íslandsmót yngri flokka lýkur í dag, fimmtudaginn 19. júlí kl 23:59.

Landslið Íslands fullmótað

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 2. – 5. ágúst næstkomandi. Hafliði Halldórsson liðsstjóri hefur ásamt landsliðsnefnd LH, Jóhanni R. Skúlasyni og Hugrúnu Jóhannsdóttir þjálfara, unnið hörðum höndum að undirbúningi liðsins sem nú er orðið fullmótað.

Íslandsmót yngri flokka

Íslandsmót yngri flokka 2012 verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 26. - 29. júlí 2012. Mótið er öllum opið sem eru 21 árs og yngri.

Youth cup fréttir - úrslitadagurinn

Dagurinn byrjar rosalega vel hjá okkur fyrir utan veðrið en það er rigning og kalt. Fyrst á dagsskránni var B úrslit í fimmgangi og var Þórunn Þöll okkar fulltrúi þar. Hún stóð sig eins og hetja og endaði í 7 sæti eftir flotta sýningu.

Feif Youth cup fréttir

Jæja þá er þessi taugastrekkjandi dagur liðinn með öllum þeim sigrum og sorgum sem fylgja því að vera í keppni. Krakkarnir okkar stóðu sig eins og hetjur, öll sem eitt.

FEIF youth cup - fréttir

Jæja þá er komið að smá uppfærslu, í gær miðvikudag fengu flestir hestarnir frí og krakkarnir fóru í sund og í klifurgarðinn. Öllum fannst þetta mjög gaman og margir töluðu um að þau hefði sjaldan eða aldrei verið jafn hrædd og í klifurgarðinum. Harpa, Súsanna, Þóra og Katrín lögðu aðeins á og yfirfóru prógrömmin sín og Dóróthea teymdi orkusprengjuna sína um og gerði stöðvunaræfingar með henni.

Landsliðshappdrættið - vinningshafar

Landsliðsnefnd LH þakkar gestum Landsmóts fyrir frábæran stuðning við landslið Íslands með kaupum á miðum í Landsliðshappdrættinu. Liðinu munar svo sannarlega um þennan flotta styrk, enda mjög kostnaðarsamt að senda fullskipað og glæsilegt landslið manna og hesta út á stórmót.

Bein útsending frá NM í Eskilstuna

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 2. – 5. ágúst n.k. Svíarnir munu sýna beint á netinu frá keppninni síðustu tvo daga mótsins, þ.e. 4. – 5. ágúst, á vefsíðunni www.nc2012.se.

FEIF youth cup - fréttir

Hér koma loksins fréttir frá FEIF Youth Cup í Verden, Þýskalandi.