Frábærar viðtökur!

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hefur, í samvinnu við Úrval –Útsýn, sett saman ferð á HM2013 í Berlín. Af hverri seldri ferð rennur hluti til íslenska landsliðsins svo þeir sem bóka þessa ferð eru beinir þátttakendur í þeirri fjáröflun sem nú fer fram vegna landsliðsins okkar.

Gæðingamót Sörla og Sóta - úrslit

Glæsilegu gæðingamóti Sörla og Sóta lauk á laugardag með glæsilegum sýningum í frábæru veðri og umhverfi á Sörlastöðum.

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní

Hestaþing Sindra verður haldið 15. - 16. júní næstkomandi á Sindravelli við Pétursey. Hestaþingið er jafnframt úrtaka fyrir Landsmót.

Samningur um LM2014 í höfn

Samningur milli Landssambands hestamannafélaga og Rangárbakka ehf., vegna LM2014 á Gaddstaðaflötum við Hellu, var undirritaður á Hellu í gær föstudaginn 1. júní. Það voru fulltrúar LH og Rangárbakka og annara félaga sem að mótinu koma sem undirrituðu samninginn.

Félagsfundur í Gusti

Boðað er til félagsfundar í hestamannafélaginu Gusti, þriðjudaginn 5. júní n.k. kl. 20.00 í reiðhöll félagsins í Glaðheimum.

Æfingamót hjá Létti

Mótanefnd Léttis ætlar að bjóða Léttisfélögum uppá æfingarmót fyrir úrtökuna á LM. Æfingamótið verður haldið sunnudaginn 3. júní kl. 15:00 á Hlíðarholtsvelli.

Dagskrá gæðingamóts Harðar og Adams

Gæðingamót Harðar og Adams, sem jafnframt er úrtaka fyrir LM2012, verður haldið nú um helgina og hefst á laugardaginn kl. 9:00 á tölti.

Stöðulistar í skeiði

Stöðulistar í skeiði eru nú birtir og munu birtast vikulega fram að LM. 20 fljótustu hestarnir í 100m skeiði öðlast þátttökurétt á LM en 14 fljótustu í básaskeiðinu. Í 100m skeiðinu má knapi aðeins vera með einn hest en í básaskeiðinu má sami knapi vera með fleiri en einn hest, hafi hann náð inn á topp 14 á endanlegum stöðulista.

Stöðulisti í tölti

Hér birtist nýr stöðulisti í tölti eftir mót helgarinnar. Hann hefur töluvert breyst frá því í síðustu viku, þar sem nokkrir töltarar fóru í fínar tölur á Gæðingamóti Fáks um síðustu helgi.

Gæðingamót Hrings - skráningarfrestur

Mótanefd Hrings minnir á skráningarfrest vegna Gæðingamóts Hrings sem jafnframt er úrtökumót v/ LM2012. Þá verður einnig boðið upp á opið mót í Tölti og Skeiðgreinum. Skráningar fara fram á heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net og skal lokið fyrir miðvikudag 30.mai. kl 20:00.