Íþróttamót Sörla 2012 - skráningu lýkur á miðnætti í kvöld!

Íþróttamót Sörla verður haldið á Sörlavöllum 19.-20. maí 2012. Skráningu lýkur í kvöld þriðjudaginn 15. maí, á miðnætti. Mótið er opið í Meistaraflokkum, 1 flokki og 100 m skeið.

KVENNAREIÐ SÖRLA, ANDVARA, GUSTS OG SÓTA

Hin árlega KVENNAREIÐ SÖRLA, ANDVARA, GUSTS OG SÓTA verður miðvikudaginn 16. maí (Uppstigningardagur daginn eftir). SÖRLAKONUR eru gestgjafarnir í ár

Ræktunarbú á LM 2012

Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2012 í Reykjavík verður engin breyting þar á.

Forsölu lýkur annað kvöld!

Nú fer hver að verða síðastur til að kaupa miða á Landsmót 2012 í forsölu en henni lýkur á miðnætti annað kvöld þann 15. maí.

Tilkynning til mótshaldara, knapa, aðstandenda knapa og dómara

Um liðna helgi kom upp atvik á WR móti að mótshaldarar fengu ábendingu um að knapa, sem var að keppa, væri stjórnað af þjálfara sem staðsettur var utan vallar með góða yfirsýn yfir völlinn.

Úrslit íþróttamóts Snæfellings

Íþróttamót Snæfellings var haldið í Stykkishólmi um helgina. Hér má sjá öll úrslit mótsins.

Íþróttamót Gusts forkeppni og úrslit

Þá er íþróttamóti Gusts 2012 lokið. Veðurspáin fyrir helgina var ekki góð en veðrið var mjög skaplegt allan tímann og þökkum við veðurguðunum kærlega (Takk Ingó). Knapar og starfsmenn stóðu sig eins og hetjur og gekk þetta stórslysalaust fyrir sig.

Fáksfréttir

*Knapamerkjapróf verður nk. föstudag. Boðið verður upp á endurtökupróf fyrir þá sem vilja í knapamerki eitt, tvö, þrjú og fjögur....

Íþróttamót Harðar - úrslit

Frábæru íþróttamóti lauk núna síðdegis hjá hestamannafélaginu Herði að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Rigningin á laugardeginum hafði ekki mikil á áhrif á sýningarnar sem gestum og dómurum var boðið uppá.

Hafliði ráðinn til starfa

Landssamband hestamannafélaga hefur að tillögu landsliðsnefndar LH ráðið Hafliða Halldórsson sem liðsstjóra íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og gildir samningurinn bæði fyrir Norðurlandamótið í Eskilstuna í Svíþjóð í sumar, sem og fyrir Heimsmeistaramótið í Berlin 2013. Mun hann hefja vinnu og undirbúning beggja móta strax.