Íslandsbanki og Ergó styðja við Landssamband hestamanna

Reykjavík 19. júní 2012 Íslandsbanki, Ergó, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til þriggja ára og verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili LH á því tímabili.

Klár í keppni - tímasetningar

Öll hross sem keppa í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2012 skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun.

Gæðingakeppni Funa - dagskrá

Gæðingakeppni Funa fer fram á Melgerðismelum laugardaginn 16. júní.

Til mótshaldara

LH vill minna þá sem sjá um mót hjá hestamannafélögunum og eru að nota Sportfeng að senda inn niðurstöður mótsins, þ.e. úr Kappa í Sportfeng.

Fasteignagjöld

Landsamband hestamannafélaga fagnar samþykkt Alþingis á frumvarpi Innanríkisráðherra til breytingar á lögum nr.4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sem tryggir að öll hestahús hvar sem þau standa á landinu flokkist a-lið 3 mgr.3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Þolreið á Landsmóti

Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Hestaþing Mána og Brimfaxa - úrslit

Sameiginlegt Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa úr Grindavík fór fram sunnudaginn 3.júní í brakandi blíðu. Mótið fór vel fram og tókst það fyrirkomulag vel að halda mótið með Brimfaxafélögum.

Kappreiðar hjá Sindra - dagskrá

Á Hestaþingi Sindra 2012 sem haldið verður 15-16. júní verða haldnar kappreiðar. Keppt verður í 100m fljótandi skeiði, 150m og 250m skeiði, 300m brokki og 300m stökki.

Sprettur - myndskeið

Þau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi.

Minnum á félagsfund í dag

Boðað er til félagsfundar í hestamannafélaginu Gusti, þriðjudaginn 5. júní n.k. kl. 20.00 í reiðhöll félagsins í Glaðheimum.