27.09.2007
Skuldlausir félagar í hestamannafélaginu Gusti geta notað reiðhöllina á félagssvæðinu að vild frá klukkan 14.00 til 22.00 virka daga, og frá klukkan 08.00 til 22.00 um helgar. Skuldlausir félagar geta fengið lykil hjá húsverði gegn 1000 krónur skilagjaldi.
27.09.2007
Í tilefni af frétt frá hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ [sem birst hefur á vefmiðlum] vill stjórn Gusts í Kópavogi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
29.08.2007
Stjórn Landssambands hestamanna (LH) auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum hestamannafélögum/rekstraraðilum vegna mótahalds Landsmóts hestamanna áranna 2012 og 2014.
29.08.2007
Á þessu ári samþykkti Sportnefnd FEIF að mót í hestaíþróttum séu því aðeins lögleg WorldRanking mót að einn dómari sé erlendur. Það er að segja að hann komi frá öðru landi en viðkomandi keppnislandi.
29.08.2007
Vetrarstarfið hjá Landssambandi hestamanna- félaga er að renna í gang. Fundað var í flestum nefndum LH í liðinni viku og línurnar lagðar. Langflestir sem tilnenfdir voru í nefndirnar eru tilbúnir til starfa.
29.08.2007
Stjórn LH hefur sent formlega tillögu til stjórnar FEIF um að dregið verði um röð keppenda á alþjóðlegum mótum í Íslandshestamennsku. Tillagan er í samræmi við samþykkt landsþings LH frá því í haust.
29.08.2007
Mótaskrá LH verður birt næstkomandi föstudag. Síðasti dagur til að skila inn dagsetningum móta er 15. janúar. LH beinir því til hestamannafélaganna og annarra mótshaldara að skila inn dagsetningum fyrir lokadag á: lh@isi.is og regina@isi.is. Einnig í síma: 514-4030.
29.08.2007
Fræðslunefnd LH er þessa dagana að ljúka við samningu á nýjum leiðara fyrir úrslitakeppni í gæðingakeppni. Einnig er stjórn GDLH að semja leiðbeiningar fyrir þuli á stórmótum og félagsmótum.
29.08.2007
Meistaradeild ungmenna hefur verið stofnuð. Í framhaldi er eðlilegt að fólk spyrji: Er það gott eða vont? Er svo hörð keppni þar sem aðeins útvaldir taka þátt heppilegur vettvangur fyrir börn og unglinga?
29.08.2007
Landsliðsnefnd LH hefur sent frá sér nýjan lykil að vali landsliðs í hestaíþróttum fyrir HM2009 í Sviss. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á lyklinum. Úrtökumót fyrir HM verður nú tveir dagar í stað fjögurra áður.