15.12.2008
Þjófar brutust inn í hesthús sem er í byggingu í Fjárborg í Reykjavík og stálu ýmsum tækjabúnaði, þ.á.m. loftpressu. Eigandi loftpressunnar telur að tækið sé eina sinnar tegundar á landinu, en hún kallast KGK 25/11. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglu á föstudag.
15.12.2008
Heimasíðan www.foli.is hefur verið færð í nýjan búning. Nýja síðan er smíðuð í hugbúnaðinum WorldPress, og er hún nú aðgengilegri og betur búin tæknilega en áður. Það er Óðinn Örn Jóhannsson, stóðhestahaldari með meiru, sem á og rekur foli.is.
15.12.2008
Eftirspurn er eftir reiðkennslu. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari, segir að pantanir séu á svipuðu róli og undanfarin ár, alla vega hjá þeim hópum sem hún hefur lagt sérstaka áherslu á. Svokölluð Hræðslupúkanámskeið Sigrúnar njóta jafnan vinsælda.
12.12.2008
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.
12.12.2008
Landssamband hestamannafélaga er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á svið æskulýðsmála. Á hverju ári eru haldin alþjóðleg mót á vegum FEIF þar sem æskufólk frá aðildarlöndunum kemur saman í leik og keppni. Á heimasíðu Harðar er að finna eftirfarandi frásögn þátttakanda í Youth Cup 2008.
12.12.2008
Stjórn Glæsis á Siglufirði sammþykkti á dögunum að stjórnarfundir verði framvegis opnir öllum félagsmönnum með málfrelsi og tillögurétt. Allir félagsmenn sem vilja koma einhverju á framfæri við stjórn geta nú gert það beint og milliliðalaust.
12.12.2008
Hestamannafélagið Glaður í Búðardal og Hrossaræktar- samband Dalamanna standa fyrir byggingu reiðhallar í Búðardal. Húsið er 20x47 fermetra stálgrindarhús frá Steelbuilding, flutt inn af Jötunnvélum á Selfossi.
12.12.2008
Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.
12.12.2008
DVD diskar með kynbótahrossum LM2008 er kominn út. Allir stóðhestar sem sýndir voru á mótinu eru á diskunum og 101 hryssa. Alls er efnið 216 mínútur. Diskinn er hægt að nálgast í hestavöruverslunum og á heimasíðu +Film: www.plusfilm.is
11.12.2008
Hið sívinsæla Kvennatölt Gusts hefur nú verið dagsett og mun mótið fara fram laugardaginn 18. apríl 2009 í reiðhöll Gustara í Glaðheimum.