11.10.2010
Láðst hefur að setja inn ályktanir frá Samgöngunefnd LH fyrir 57. Landsþing LH.
07.10.2010
Þær tillögur sem liggja fyrir 57. Landsþing Landssambands hestamannafélaga eru nú aðgengilegar á heimasíðu sambandsins, www.lhhestar.is
– undir Landsþing (valstikan efst). Þar er einnig að finna dagskrá þingsins sem og mikilvægar upplýsingar fyrir þingfulltrúa.
06.10.2010
Skráning í fjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ stendur nú yfir en skráningunni lýkur nk. föstudag, 8. okt.
og hefst námið mánudaginn 11. okt.
04.10.2010
Landssamband hestamannafélaga efnir til ráðstefna um Landsmót. Annarsvegar verður haldin ráðstefna á Suðurlandi og hinsvegar á
Norðurlandi. Ráðstefnurnar verða haldnar í vikunni fyrir Landsþing, semsagt á bilinu 18. - 21.okt. Nánar auglýst síðar.
04.10.2010
Allar fagrar og skemmtilegar konur, stúlkur og dömur ætla að koma saman í Veislusalnum í Reiðhöllinni fyrir Herrakvöldið í Fáki
laugardagskvöldið 9. okt. nk.
01.10.2010
Réttað verður í Melgerðismelarétt þann 2. október kl. 13:00. Að réttum loknum stendur Hrossaræktarfélagið Náttfari
fyrir sölusýningu á Melgerðismelum kl. 15:30 og endað verður á stóðréttadansleik í Funaborg kl. 23:00. Húsið opnar kl. 22:00
og mun hljómsveitin Cantabil leika fyrir dansi fram á nótt. Miðaverð aðeins 1.500-.
01.10.2010
Miðasala er hafin á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 6.nóvember nk. á Broadway.
01.10.2010
Laugardaginn 2.október kl.13:00 við Vonarskarð munu Útivistarfélög á Íslandi efna til mótmæla vegna lokunnar á Vonarskarði.
Mótmælin fara fram undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga".
01.10.2010
Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn
Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar.
01.10.2010
Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu hestamannafélagsins Hrings (www.hringurdalvik.net) hefur Þorfinnur Guðnason unnið að heimildarmynd
um stóðhestinn Baldur frá Bakka.