11.07.2013
Enn styttist í Íslandsmót yngri flokka og líkur skráningum á miðnætti í kvöld. Hér eru svör við nokkrum spurningum sem við höfum fengið undanfarið.
11.07.2013
Landslið Íslands í hestaíþróttum mun halda út til Þýskalands í byrjun ágúst til að taka þar þátt í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Mótið hefst 4. ágúst og stendur til þess 11.
10.07.2013
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt miðvikudaginn 10. júlí kl. 16:00 í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Landsliðið hefur verið í mótun síðustu vikur, eða allt frá úrtökunni sem fram fór um miðjan júní og mun liðsstjórinn Hafliði Halldórsson kynna fullskipað lið á miðvikudaginn kemur.
10.07.2013
Hestamannafélagið Léttir mun halda Íslandsmót yngri flokka á Akureyri 18-21 júlí.
Búið er að opna fyrir skráningar og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og lýkur skráningu á miðnætti 11. júlí.
03.07.2013
Fimmtudaginn 4.júlí verður skrifstofa LH lokuð eftir kl. 13:00 vegna útfarar Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ.
03.07.2013
Léttir býður öllum þeim krökkum sem hafa áhuga á að keppa á Íslandsmóti yngri flokka upp á fría tilsögn fyrir mótið mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. júní kl. 20:00 á Hlíðarholtsvelli.
02.07.2013
Stjórn Melgerðismela s.f. boðar til fundar á Melgerðismelum mánudaginn 08.júlí kl. 20:30.